Fara beint í efnið

Tóbaksnotkun - tölur

Tóbakskannanir

Á hverju ári er framkvæmd könnun á vegum embættis landlæknis á reykingum og tóbaksnotkun meðal fullorðinna landsmanna. Gallup hefur séð um framkvæmd þessara kannana frá árinu 2004.

Kannanir á reykingum og tóbaksnotkun landsmanna voru framkvæmdar með samræmdum hætti á árunum 1989-2015. Þá voru að jafnaði framkvæmdar þrjár til fjórar kannanir á ári og niðurstöður úr þeim dregnar saman í eina ársskýrslu. Kannanirnar voru framan af gerðar í síma en frá árinu 2011 voru samhliða gerðar tilraunir með netkannanir.

Frá árinu 2016 hefur umfang reykinga og tóbaksnotkunar verið kannað samhliða vöktun á öðrum áhrifaþáttum heilbrigðis. Gallup framkvæmir mánaðarlega netkönnun fyrir embætti landlæknis með slembiúrtaki, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup.

Ítarefni

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis