Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tilkynning um eigendaskipti ökutækis úr dánarbúi

Maki

  • Eftirlifandi maki getur óskað eftir því að fá ökutæki skráð yfir á sitt nafn ef hann hefur leyfi til setu í óskiptu búi. Til staðfestingar á því skal framvísa leyfinu eða sérstakri yfirlýsingu sýslumanns um búsetuleyfi til Samgöngustofu.

  • Heimilt er að skrá ökutæki yfir á maka þó opinber gjöld séu áhvílandi og ekki hafi verið lesið af ökumæli þegar það á við.

Erfingjar

  • Erfingjar látins eiganda geta óskað eftir því að láta skrá ökutæki yfir á sitt nafn ef þeir hafa leyfi til að skipta búi hins látna. Til staðfestingar á því skulu erfingjar skila til Samgöngustofu yfirlýsingu frá sýslumanni um hverjir erfingjar eru og að þeir hafi rétt til þess að ráðstafa eignum dánarbúsins.

  • Ef erfingjar óska þess að ökutæki verði skráð á einn af mörgum erfingjum eða á ótengdan aðila skal framvísa tilkynningu um eigendaskipti í frumriti ásamt yfirlýsingu sýslumanns. Tilkynning skal vera undirrituð af öllum erfingjum nema þeir hafi veitt umboð til undirritunar fyrir sína hönd (umboðið kemur oft fram aftast í einkaskiptaleyfi sýslumanns).

  • Ekki er heimilt að skrá ökutæki yfir á erfingja eða ótengdan aðila nema gengið sé frá greiðslu opinberra gjalda og lesið af ökumæli ef við á.

Kostnaður

  • Ekki þarf að greiða fyrir skráningu eigendaskipta af hinum látna yfir á maka hans eða erfingja sé gögnum framvísað samkvæmt framansögðu.

  • Ef ekki á að skrá ökutækið á alla erfingja þess skal greiða fyrir skráningu eigendaskipta, 2.955 krónur.

  • Ef ökutæki er skráð beint yfir á annan en maka eða erfingja skal framvísa eigendaskiptatilkynningu og greiða fyrir skráningu eigendaskipta, 2.955 krónur.


Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa