Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tilkynna týnd eða stolin verðmæti

Týnd eða stolin verðmæti

Ef þú veist hver stal verðmætum eða hefur einhvern grunaðan, skalt þú bóka tíma í kærumóttöku lögreglu.

Almennt

Þú getur látið lögreglu vita með því að:

  • senda tilkynningu rafrænt

  • hringja í lögreglu

  • mæta á lögreglustöð

Upplýsingar sem þurfa að fylgja

Það fer eftir því hver verðmætin eru, hvaða upplýsingar þurfa að fylgja:

  • nákvæm lýsing á muninum, eins og gerð, litur, stærð og önnur auðkenni

  • hvar og hvenær það týndist eða var stolið

  • hvernig atvikið átti sér stað, ef það er vitað

  • myndir, kvittanir, raðnúmer ef það er til staðar

Ef þú hefur upptöku eða upplýsingar um önnur vitni, getur það hjálpað.

Óskilamunir lögreglu

Ef þú heldur að verðmæti hafi ekki verið stolið heldur einfaldlega týnst, gætu þau hafa skilað sér í óskilamunasafn lögreglunnar.

Athugaðu hvort verðmætin þín séu á lista yfir óskilamuni hjá lögreglu með því að:

Þjónustuaðili

Lögreglan