Tilkynna eignaspjöll
Eignaspjöll eru skemmdir á eigum þínum. Ef ákveðinn aðili er grunaður um verknaðinn skalt þú bóka tíma í kærumóttöku lögreglu.
Almennt
Þú getur látið lögreglu vita með því að:
fylla út tilkynningarform – ef enginn er grunaður um brotið
mæta á lögreglustöð - Finna næstu lögreglustöð
hringja í lögreglu - Finna símanúmer lögreglu
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
Gefðu eins nákvæmar upplýsingar eins og þú getur þegar þú sendir inn tilkynningu:
nákvæm lýsing á því skemmda, eins og tegund, gerð eða framleiðanda,
hvar og hvenær skemmdarverkin áttu sér stað, ef það er vitað,
upplýsingar um tryggingafélag.
Ef þú hefur upptöku eða upplýsingar um önnur vitni, getur það hjálpað.
Þjónustuaðili
Lögreglan