Tilkynna árekstur og afstungu
Eftir að tilkynning er send
Lögreglan skoðar tilkynninguna.
Það fer eftir því hvað þú tilkynntir hvernig viðbrögð lögreglu eru. Lögreglan hefur aðeins samband við þig ef það vantar frekari upplýsingar.
Árekstur þar sem enginn slasast
Ef þú tilkynntir árekstur þar sem enginn slasaðist er ólíklegt að lögregla hafi samband.
Afrit af skýrslu til tryggingafélags
Þegar tilkynning hefur verið send færð þú afrit sem er hægt að fara með til tryggingafélags.
Þjónustuaðili
Lögreglan