Tilkynna árekstur og afstungu
Almennt
Þú getur látið lögreglu vita af:
árekstri,
árekstri sem fól í sér brot á umferðarlögum.
Það fer eftir því hvað þú ert að tilkynna, hvaða upplýsingar þurfa að fylgja.
Þegar ekki þarf að tilkynna
Þú þarft ekki að tilkynna árekstur til lögreglunnar þar sem:
enginn slasaðist,
þú fékkst upplýsingar um hinn ökumanninn eða eiganda ökutækis,
ekkert umferðarbrot átti sér stað.
Þegar á að tilkynna
Í öllum öðrum tilvikum þarf að tilkynna árekstur til lögreglu.
Gefðu eins miklar upplýsingar eins og þú getur þegar þú sendir inn tilkynningu.
Ef þú hefur upptökur eða upplýsingar um önnur vitni getur það hjálpað við að skýra:
hvernig áreksturinn gerðist,
hvort umferðarbrot átti sér stað.
Þjónustuaðili
Lögreglan