Táknmálsnámskeið
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra býður upp á námskeið í íslensku táknmáli fyrir almenning og stuðlar þannig að almennri þekkingu á íslensku táknmáli í samfélaginu.
Aðstandendur táknmálsbarna eiga lögvarinn rétt til þess að læra íslenskt táknmál sér að kostnaðarlausu.
Fyrirkomulag
Hvert námskeið er 30 klukkustundir
Hvert og eitt námskeið er auglýst sérstaklega
Námskeið sem Samskiptamiðstöð býður upp á
Skráning á námskeið
Upplýsingar sem þurfa að koma fram:
Fullt nafn
Netfang
Kennitala
Ef þú ert aðstandandi táknmálsfólks þá hakar þú í viðeigandi reit og þá er námskeiðið þér að kostnaðarlausu
Velur námskeið úr listanum
Senda
Staðfestingarpóstur er sendur þegar skráningu er lokið.
Kostnaður
Dagnámskeið kostar 39.750 kr. og kvöldnámskeið 49.700 kr.
Greiðsluseðill fyrir námskeiðinu er sendur í heimabanka.
Mörg stéttarfélög styrkja táknmálsnám. Þú getur athugað þetta betur hjá þínu stéttarfélagi.
Staðsetning
Námskeiðin eru haldin á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Laugavegi 166, 5. hæð
105 Reykjavík
Staðsetning á korti
Þjónustuaðili
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra