Táknmálskennsla táknmálsbarna
Öll börn með heyrnaskerðingu og önnur táknmálsbörn auk aðstandenda þeirra eiga lögvarinn rétt til þess að læra íslenskt táknmál.
Samskiptamiðstöð veitir táknmálsbörnum, foreldrum og öðrum nánum aðstandendum þeirra aðgengi að endurgjaldslausu námi í íslensku táknmáli og ráðgjöf um máltöku og málþroska táknmálsbarna.
Hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt og máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi, heyrnaskerðing eða samþætt sjón- og heyrnaskerðing hefur greinst.
Táknmálsnám er ekki háð tilvísunum frá lækni eða stofnun.
Hagnýtar upplýsingar
Helstu upplýsingar um fyrirkomulag kennslu:
einstaklingsbundin og fer eftir aldri og aðstæðum barns
hentugur tíma- og dagsetningar fundnar í samráði við foreldra eða forsjáraðila barns
er barni og aðstandendum þess að kostnaðarlausu
fer fram á heimili barns eða hjá Samskiptamiðstöð
Hægt að hringja og fá nánari upplýsingar eða koma á Samskiptamiðstöð á opnunartíma.
Viðburðir á vegum Samskiptamiðstöðvar
Þjónustuaðili
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra