Fjölskyldunámskeið í íslensku táknmáli
Samskiptamiðstöð veitir táknmálsbörnum, foreldrum og forsjáraðilum þeirra og öðrum nánum aðstandendum aðgengi að endurgjaldslausu námi í íslensku táknmáli og ráðgjöf um máltöku og málþroska táknmálsbarna.
Aðstandendur táknmálsbarna eiga lögvarinn rétt til þess að læra íslenskt táknmál.
Táknmálsnám er ekki háð tilvísunum frá lækni eða stofnun.
Markmið fjölskyldunámskeiða
Helstu markmið fjölskyldunámskeiða er að:
styðja og styrkja samskipti fjölskyldna á íslensku táknmáli
fjölskyldur táknmálsbarna geti notað íslenskt táknmál á öllum sviðum samskipta
tengja fjölskyldur táknmálsbarna saman
Fyrirkomulag námskeiðs
Kennt er einu sinni í viku, í einn og hálfan klukkutíma í senn
Námskeiðin eru fjölskyldum að kostnaðarlausu
Námskeið eru kennd á Samskiptamiðstöð en búi fólk á landsbyggðinni er hægt að sækja kennslu í gegnum fjarfundarbúnað
Skrá þarf nafn og aldur allra sem taka þátt í námskeiðinu
Kennsla námskeiðs
Alla miðvikudaga býður Samskiptamiðstöð foreldrum, forsjáraðilum sem og öðrum nánum aðstandendum táknmálsbarna upp á námskeið í íslensku táknmáli, þeim að kostnaðarlausu.
Kennt er frá klukkan 14:30 til 16:00 á Samskiptamiðstöð.
Hafa samband
Hægt að hringja og fá nánari upplýsingar eða koma á Samskiptamiðstöð á opnunartíma.
Skráning á námskeið í íslensku táknmáli
Ertu aðstandandi táknmáls einstaklings?
Viðburðir á vegum Samskiptamiðstöðvar
Þjónustuaðili
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra