Fara beint í efnið

Starfsemi dómstóla

Þrjú dómstig

Á Íslandi eru dómstigin þrjú: héraðsdómur, Landsréttur og Hæstiréttur.

Einnig eru endurupptökudómur sem ákvarðar um hvort eigi að taka mál upp aftur og félagsdómur sem leysir úr ágreiningi á vinnumarkaði.

Sjálfstæði dómstóla

Hvert dómstig er sjálfstætt. Það þýðir að hvert og eitt dómsmál er metið að nýju á hverju dómstigi.

Þriðja valdstoðin

Dómsvaldið er þriðja valdstoðin í þrískiptingu ríkisvalds á Íslandi. Hinar tvær eru löggjafarvald og framkvæmdavald.

Réttlát málsmeðferð

Allir eiga rétt á réttlátri og opinberri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómi. Þessi réttur er meðal annars tryggður í stjórnarskrá Íslands (70. gr) og í Mannréttindasáttmála Evrópu (6. gr.) sem Ísland er aðili að.

Dómari má aldrei vera tengdur neinum sem gæti haft áhrif á afstöðu hans í tilteknum málum.
Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. Þá á sakborningur rétt á því að fá úrlausn um ákæru á hendur sér innan hæfilegs tíma.

Sjá nánar:

Aðkoma einstaklinga

Ágreiningur. Þegar stefnandi höfðar einkamál. Aðilar málsins, stefnandi eða stefndi, leysa í kjölfarið úr ágreiningnum fyrir dómstólum. Einstaklingar geta líka komið að einkamálum sem vitni.

  • Stefnandi er sá sem byrjar málið og sækir kröfur.

  • Stefndi er sá sem málið og krafan beinist gegn og tekur til varna).

  • Þessir aðilar geta verið einstaklingar, fyrirtæki, félög eða opinberar stofnanir.

Lögin eru brotin. Ef lögbrot á sér stað, eða grunur leikur á lögbroti, getur einstaklingur komið að sakamáli sem brotaþoli, sakborningur eða vitni.

Eitthvað óvænt gerist/Önnur mál. Gjaldþrot, “bókstafsmál”.

Mál sem fara fyrir dómstóla

Öll dómsmál fara fyrst fyrir héraðsdómstólana. Mál fyrir héraðsdómi geta verið af ýmsum toga.

Fyrir Landsrétt og Hæstarétt koma einungis mál sem hefur verið áfrýjað. Annað hvort einkamál eða sakamál.

Staðsetning

Einstaklingar eru sóttir til saka fyrir héraðsdómstól í því umdæmi sem þeir eiga lögheimili í eða þar sem afbrot var framið. Í tilfelli fyrirtækja fer staðsetning eftir því hvar fyrirtækið er með starfsstöð.

Réttarhöld og aðalmeðferð

Meðferð mála fyrir dómstólum er lýst með orðum sem almenningur notar sjaldan í daglegu tali. Til dæmis er notað orðið aðalmeðferð yfir það sem oft er líka kallað réttarhöld.

Þinghald

Þinghald er það að halda dómþing. Dómþing er fyrirtaka málsins í dómsal á fyrirfram ákveðnum tíma.

Þingbók - skýrsla um þinghaldið

Á dómþingi er skrifuð skýrsla um það sem fram fer. Til dæmis um hvar og hvenær þinghald fer fram, nafn dómara, gögn sem eru lögð fram, hverjir mæta og hvað hafi verið ákveðið um rekstur málsins.

Þessi skýrsla er kölluð þingbók. Lögmenn og aðilar máls geta fengið afrit af þingbókinni, annað hvort strax í lok þinghalds eða fengið sent þegar hentar.

Dómarar

Það er mismunandi hversu margir dómarar eru. Dómarar hafa aðstoðarmenn.

Tími sem mál tekur

Það er misjafnt og fer eftir stærð og umfangi málsins. Það getur tekið allt frá nokkrum vikum eða mánuðum upp í ár eða lengur í sumum tilvikum. Það fer allt eftir eðli og umfangi hvers máls um sig.

Kostnaður

Einkamál

Það kostar alltaf að fara með einkamál fyrir dóm. Kostnaður við hvert mál ræðst af stærð og umfangi þess. Sá sem höfðar málið þarf að greiða:

  • Sérstakt þingfestingargjald

  • Kostnað við af öflun sönnunargagna

  • Flestir kjósa að nýta sér þjónustu lögmanna, sem vinna eftir eigin gjaldskrá.

Sá sem tapar máli er oftast dæmdur til að greiða gagnaðila sínum málskostnað.

Ríkissjóður greiðir kostnað

Í ákveðnum málaflokkum er þóknun lögmanns stefnanda greidd úr ríkissjóði sem og annar kostnaður sem fellur til. Þetta eru til dæmis lögræðismálum sem varða sjálfræði og fjárræði og barnsfaðernismálum þar sem barn er stefnandi máls.

Önnur tilvik eru kostnaður vegna sérfræðiskýrslna eins og sálfræðimats eða erfðafræðilegra rannsókna, til dæmis DNA-prófs. Þá ákveður dómari þóknun lögmannsins.

Sakamál

Sakamál eru opinber mál. Ef héraðssaksóknari ákveður að ákæra fyrir brotið.

Gjafsókn

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum getur einstaklingur sótt um gjafsókn. Þá þarf einstaklingur ekki að bera málskostnað sjálfur, heldur greiðist kostnaðurinn allur - eða hluti hans, úr ríkissjóði. Málið þarf að vera þess eðlis að eðlilegt sé að málskostnaður verði greiddur af almannafé og málsefnið þarf að vera nægilega skýrt og málsókn nauðsynleg og tímabær.

Skilyrði getur verið ef þú ert undir ákveðnum tekjumörkum, ef það þykir brýnt að höfða dómsmál og ef niðurstaða máls þykir hafa mjög mikla þýðingu fyrir almannahag.

Þjónustuaðili

Dómstólar

Tengt efni