Fara beint í efnið

Sorgarstyrkur

Réttur til sorgarstyrks

Réttur til sorgarstyrks stofnast þann dag sem foreldri verður fyrir barnsmissi og fellur niður 24 mánuðum síðar.

Heimilt er að hefja töku sorgarstyrks frá 1. degi þess mánaðar sem foreldri verður fyrir barnsmissi.

Lögheimili á Íslandi

Foreldri þarf að eiga lögheimili á Íslandi við barnsmissi, andvana fæðingu eða fósturlát. Foreldri þarf jafnframt að hafa átt lögheimili á Íslandi síðustu 12 mánuði fyrir þann tíma.

Undanþágur

Frá árinu 2023

Lög um sorgarstyrk eiga við foreldra sem verða fyrir barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturláti 1. janúar 2023 eða síðar. Þá tóku lög um sorgarstyrk fyrst gildi.

Þau sem eiga rétt á sorgarstyrk

  • Foreldrar.

  • Forsjáraðilar.

  • Þau sem hafa gengt foreldraskyldu gagnvart barninu lengur en síðustu 12 mánuði fyrir barnsmissi.

  • Stjúpforeldri eða fósturforeldri sem hefur verið í skráðri sambúð eða gift foreldri eða forsjáraðila barnsins, eða verið með barnið í fóstri, lengur en 12 mánuði fyrir barnsmissinn.

Hægt er að senda tölvupóst til: faedingarorlof@vmst.is ef nánari upplýsinga er óskað um rétt til sorgarstyrks.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun