Slysavarnarskólinn
Allir skipverjar á íslenskum skipum þurfa að hafa lokið öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila.
Tilgangur með öryggisfræðslu
Til að uppfylla kröfur STCW og STCW-F samþykktanna um þjálfun, menntun áhafna skipa og vaktstöður er tekið fram í lögum um áhafnir skipa að öllum sjómönnum sé skylt taka viðeigandi námskeið í öryggis- og björgunarmálum hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða öðrum viðurkenndum þjálfunaraðila.
Hlutverk
Hlutverk Slysavarnaskóla sjómanna er að halda námskeið fyrir starfandi og verðandi sjómenn ásamt nemendum skipstjórnar- og vélstjórnarnáms í öryggis- og björgunarmálum. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 og er starfræktur af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu samkvæmt lögum um skólann.
Markmið Slysavarnaskóla sjómanna
Að auka öryggi sjómanna með fræðslu og þjálfun í meðferð björgunar- og öryggisbúnaðar og með almennri fræðslu um slysavarnir á sjó.
Að vinna stöðugt að umbótum á fræðslu til íslenskra sjómanna um öryggismál á sjó.
Að leggja áherslu á að námskeið og þjónusta skólans uppfylli ávallt væntingar viðskipavina skólans.
Að aðstoða áhafnir í öryggismálum um borð í skipum þeirra.
Að vera virkur þátttakandi í mótun öryggismála sjómanna.
Að bjóða upp á skyldunámskeið varðandi öryggisfræðslu sjómanna, samkvæmt STCW samþykktinni miðað við þarfir íslenska skipastólsins.
Að tryggja öryggi nemenda á námskeiðum með því að beita fyrirbyggjandi aðgerðum.
Laga og reglugerðarstoð
Lög um áhafnir skipa nr. 82/2022
Lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008
Lög um Slysavarnaskóla sjómanna nr. 33/1991
Reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, nr. 944/2020.
Reglugerð um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna. nr. 676/2015.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa