Fara beint í efnið

Skoðaðu saltið

Viðhorfskannanir

Samkvæmt samnorrænni könnun á viðhorfi og þekkingu á áhrifum mikillar saltneyslu, sem gerð var sumarið 2014, kemur fram að Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir því að draga úr saltneyslu ef þeir fá að vita að þeir neyti of mikils salts og þeir eru almennt hlynntir því að geta valið saltminni matvæli. Rúmlega 60% telja að dragi matvælaiðnaðurinn úr saltmagni í vörum sínum geti það hjálpað því við að borða saltminni mat.

Einnig kom fram að rúmur helmingur Íslendinga þekkir ekki ráðlegginguna um saltneyslu, sem er 6 grömm að hámarki á dag. Stór hluti Íslendinga veit að stærstur hluti þess salts sem þeir neyta kemur úr unnum matvælum. Tæp 90% telja að of mikil saltneysla geti haft neikvæð áhrif á heilsuna.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis