Fara beint í efnið

Sanngirnisbætur

Umsókn um sanngirnisbætur

Spurt og svarað

Hvers vegna?
Sanngirnisbætur hafa verið greiddar til þeirra sem urðu fyrir varanlegum líkamlegum, sálrænum eða félagslegum skaða vegna illrar meðferðar meðan á vistun þeirra stóð á heimili eða stofnun á vegum hins opinbera.

Staðan núna?
Verkefni um greiðslu sanngirnisbóta er lokið. Hugsanlegt er að sækja um bætur vegna vistunar á stofnunum fyrir fötluð börn fram til 21. febrúar árið 2024, en til þess að umsókn verði tekin til meðferðar, þarf umsækjandi að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að sækja innan þess frests sem veittur var upphaflega og lauk honum þann 21. febrúar 2022.

Hvernig er sótt um sanngirnisbætur?
Sótt er um sanngirnisbætur eftir að verkefnið hefst með því að fylla út umsóknareyðublað.
Eyðublaðið ásamt leiðbeiningum um útfyllingu þess er hægt að nálgast hér á island.is og hjá tengilið verkefnisins.

Get ég fengið aðstoð við að fylla út umsóknareyðublaðið og senda það inn?
Já. Hægt er að fá aðstoð við að sækja um sanngirnisbætur hjá réttindagæslumönnum fatlaðs fólks.

Mega fjölskyldumeðlimir eða aðrir nákomnir aðstoða mig við að sækja um sanngirnisbætur?
Já. Við þær aðstæður þarf viðkomandi að undirrita yfirlýsingu um að hann gæti þinna hagsmuna. Undirrita þarf yfirlýsinguna í viðurvist tveggja votta eða hjá tengilið sanngirnisbóta eða réttindagæslumönnum fatlaðs fólks.

Hvernig er unnið úr umsóknum um sanngirnisbætur?
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra fer yfir umsóknir og metur hverjum skuli greiða sanngirnisbætur. Við matið er m.a. skoðað á hvaða stofnun umsækjandi var vistaður og hversu lengi. Telji sýslumaður umsækjanda eiga rétt á bótum, gengur hann frá sáttatilboði og sendir það til umsækjanda. Fallist viðkomandi á sáttaboð sýslumanns þarf hann að svara því innan 30 daga frá því bréfið barst honum.

Geta erfingjar átt rétt til sanngirnisbóta?
Já. Erfingjar einstaklings sem er fallinn frá geta sjálfir átt rétt á sanngirnisbótum. Við þær aðstæður eru erfingjar hvattir til að leita frekari upplýsinga hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra.

Umsókn um sanngirnisbætur

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15