Tengiliður sanngirnisbóta hjá dómsmálaráðuneytinu hefur það hlutverk að koma upplýsingum á framfæri við þá sem kunna að eiga bótarétt og aðstoða þá við framsetningu umsókna um sanngirnisbætur.
Þá ber honum einnig að leiðbeina fyrrverandi vistmönnum sem eiga um sárt að binda í kjölfar vistunar um úrræði sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á, svo sem varðandi endurhæfingu og menntun.
Ekki er ósennilegt að tengiliðurinn aðstoði fyrrum vistmenn með einum eða öðrum hætti í samskiptum við félagsþjónustur landsins. Félagsmálastjórar mega því vera viðbúnir að tengiliðurinn leiti til þeirra eftir að verkefnið hefst.
Þeir eru sömuleiðis hvattir til að setja sig í samband við tengiliðinn ef spurningar vakna um sanngirnisbótaverkefnið.
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra