Fara beint í efnið
Vísindasiðanefnd Forsíða
Vísindasiðanefnd Forsíða

Vísindasiðanefnd

Viðkvæmir hópar í vísindarannsóknum

Mikilvægt er að stunda rannsóknir á ólíkum hópum. Þarfir eru breytilegar og sjúkdómar eða önnur mein leggjast á fólk með mismunandi hætti. Í lögum um slíkar rannsóknir og í öllum alþjóðlegum samþykktum um lífsiðfræði í rannsóknum er lögð áhersla á að viðhafa sérstaka aðgát þegar í hlut eiga einstaklingar eða hópar sem eru viðkvæmir.

Auk almennrar virðingar fyrir öllum sem taka þátt í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði er sérstakrar aðgátar þörf gagnvart viðkvæmum hópum. Um er að ræða einstaklinga sem af einhverjum ástæðum eru ekki í aðstöðu til að taka upplýsta eða óþvingaða ákvörðun. Það skal undirstrikað að mikilvægt er að rannsóknir séu stundaðar á þessum hópum.

Viðkvæmir hópar

Vísindasiðanefnd

Heim­il­is­fang

Borgartún 21, 4. hæð

Hafa samband

vsn@vsn.is

+354 551 7100

kt. 680800-2510

Síma­tími

Kl: 10:00 - 14:00