Alþjóðasamþykktir
Alþjóðasamþykktir eru af ýmsum toga og eru mismikið formlega bindandi. Sumar samþykktir verða til að frumkvæði starfsgreina (Helsinki-samþykkt alþjóðasamtaka lækna), samþykktir sem ríki eiga aðild að en ákvæðin eru lítt bindandi (CIOMS, UNESCO og Evrópuráðið) og svo enn aðrar sem líta ber á sem lög eða ígildi þeirra (t.d. tilskipanir og einkum reglugerðir Evrópusambandsins).
Áhrif alþjóðasamþykkta birtast með skýrum hætti í lagasetningu einstakra landa, við ákvarðanir um birtingu greina í fræðiritum og í kröfum sem gerðar eru til aðila sem vilja taka þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi á heilbrigðissviði.
Helsinki yfirlýsingin
Helsinki yfirlýsingin varð til í kjölfar umræðna innan Alþjóðasamtaka lækna (WMA). Fyrsta útgáfa hennar var samþykkt á fundi í Helsinki árið 1964. Yfirlýsingin náði þegar mikilli útbreiðslu og liggur til grundvallar siðfræði umræðu heilbrigðisstétta og skyldra starfsgreina allar götur síðan. Yfirlýsingarinnar gætir í lögum og reglum fjölmargra þjóða. Nýjasta útgáfan var samþykkt á fundi WMA í Brasilíu í september 2013.
Ensk útgáfa: Sækja
Íslensk þýðing (útgáfan frá 2008): Sækja
Leiðbeiningar Evrópuráðsins
Á Lífsiðfræðisíðu Evrópuráðsins er fjölbreytt efni um vísindasiðfræði á heilbrigðissviði, m.a. Oviedo-samþykktin og fleiri samþykktir og tilmæli varðandi notkun lífvísinda í læknisfræðilegum tilgangi. Íslendingar hafa undirritað flestar þessar samþykktir.
CIOMS
Council for International Organizations of Medical Sciences (CIOMS) er alþjóðlegt samstarf utan opinberra stofnana (NGO, non-profit). CIOMS var stofnað sameiginlega af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og UNESCO árið 1949.
CIOMS þjónar hagsmunum lífvísinda og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í því að innleiða siðfræðileg viðmið og leiðbeiningar í rannsóknum. Þær fjalla m.a. um upplýst samþykki og notkun þess, viðmið fyrir eftirlit utanaðkomandi aðila með framkvæmd rannsókna, hvernig aflað er þátttakenda í rannsóknir ofl. Leiðbeiningarnar eru almennar og byggja á meginreglum siðfræði í lífvísindum.
„International Ethical Guidelines for Biomedical Research Involving Human Subjects“, eru stundum kallaðar CIOMS leiðbeiningarnar og voru endurútgefnar árið 2016.
UNESCO