Fara beint í efnið
Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Upplýsinga- og kynningarstefna

Vinnumálastofnun veitir góðan aðgang að upplýsingum um þau málefni sem stofnunin fer með og um verkefni hennar.

Markmið stefnunnar er að:

  • Upplýsa viðskiptavini hennar og almenning (ytri upplýsingamiðlun).

  • Upplýsa stjórn og starfsmenn (innri upplýsingamiðlun).

  • Kynna stofnunina með skipulögðum og samræmdum hætti.

  • Byggja upp góða ímynd og traust á störfum hennar.

Ytri kynningar- og upplýsingamál

Markmið

Vinnumálastofnun veitir góðan aðgang að upplýsingum um þau málefni sem stofnunin fer með og um verkefni hennar. Stofnunin sinnir öflun, úrvinnslu og birtingu tölulegra upplýsinga um vinnumarkaðsmál svo sem atvinnuleysi og úrræði sem í boði eru. Stofnunin kynnir verkefni sín og starfsemi með markvissum og sýnilegum hætti.

Framkvæmd

Vefsíða Vinnumálastofnunar (www.vmst.is) þjónar lykilhlutverki í upplýsingagjöf til viðskiptavina og hagsmunaaðila.

Stofnunin heldur ársfund og gefur út ársskýrslu þar sem nálgast má upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar.

Skýrslur um vinnumarkaðsmál og árangur ýmissa vinnumarkaðssúrræða eru aðgengilegar á vefsíðu stofnunarinnar auk þess sem stofnunin hefur frumkvæði að kynningarfundum fyrir utanaðkomandi aðila.

Upplýsingagjöf til fjölmiðla, hagsmunaaðila, stofnana, fyrirtækja og opinberra aðila.
Þátttaka í fundum, ráðstefnum og öðrum atburðum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar. Stofnunin nýtir samfélagsmiðla með samræmdum hætti til að deila upplýsingum.

Ábyrgð

Forstjóri ber ábyrgð á upplýsingagjöf stofnunarinnar og kemur fram fyrir hönd hennar en aðstoðarforstjóri í fjarveru forstjóra.

Forstjóri felur kynningarteymi stofnunarinnar að vinna að framkvæmd upplýsingastefnunnar eftir nánari lýsingu.

Vefstjóri ber ábyrgð á vefsíðu stofnunarinnar.

Innri upplýsingamiðlun

Markmið

Markmið innri upplýsingamiðlunar er að upplýsa starfsmenn um starfsemi stofnunar og verkefni.

Framkvæmd

Upplýsingagjöf til starfsmanna fer fram með eftirfarandi hætti:

  • Með upplýsingagjöf í gegnum Workplace samfélagsmiðaðan innri vef starfsmanna.

  • Á deildarfundum, sviðsfundum og starfsmannafundum er upplýsingum einnig komið á framfæri.

  • Í gæðahandbók er að finna upplýsingar um vinnuferla verkefna stofnunarinnar.

  • Með morgunfundum á þriðjudögum og síðdegisfundum á föstudögum sem er vettvangur fyrir upplýsingagjöf til starfsfólks um hin ýmsu málefni sem tengjast stofnuninni á einn eða annan hátt.

Ábyrgð

Yfirstjórn (sviðsstjórar og forstjóri) bera ábyrgð á því að upplýsingum sé komið á framfæri til starfsmanna.

Sérhver starfsmaður ber ábyrgð á því að upplýsingum sé komið á framfæri á Workplace, samfélagsmiðuðum innri vef starfsfólks.

Endurmat

Sviðsstjóri Upplýsingatækni- og rannsóknarsviðs tekur upp stefnuna í októbermánuði hvers árs og yfirfer með sérfræðingum málaflokksins.