Þjónustustefna
Grunngildi Vinnumálastofnunar eru: Fyrirmyndarþjónusta, virðing og áreiðanleiki. Við veitum þeim sem til okkar leita skilvirka og áreiðanlega þjónustu. Við berum virðingu fyrir þeim sem til okkur leita og samstarfsfólki okkar.
Umfang
Þjónustustefna Vinnumálastofnunar nær til allrar þjónustu sem stofnunin veitir.
Markmið
Að þjónusta og viðmót starfsfólks sé í samræmi við grunngildi stofnunarinnar.
Að veita þjónustunotendum skilvirka og samræmda þjónustu.
Að þjónustunotendur geti leyst sín mál stafrænt.
Í grunngildum Vinnumálastofnunar felst eftirfarandi:
Fyrirmyndarþjónusta er:
Að þjónustunotendur geti leyst sín mál sjálfir.
Að þjónustunotendur fái úrlausn sinna mála skjótt og örugglega.
Að ólíkum þörfum þjónustunotenda sé mætt.
Áreiðanleiki er:
Að trúnaðar sé gætt.
Að veita réttar upplýsingar.
Að tryggja gagnaöryggi.
Virðing er:
Að hlusta af áhuga.
Að koma fram af kurteisi og fagmennsku.
Að sýna hluttekningu og skilning.
Ábyrgð
Forstjóri ber ábyrgð á þjónustustefnu stofnunarinnar.
Sviðstjóri þjónustusviðs ber ábyrgð á innleiðingu þjónustustefnunnar í starfsemi stofnunarinnar og veitir öllu starfsfólki ráðgjöf og leiðbeiningar um framkvæmd þjónustustefnu þegar eftir er leitað og að eigin frumkvæði.
Sviðstjórar bera ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd þjónustustefnunnar á sínu sviði. Forstöðumenn/deildarstjórar bera ábyrgð á innleiðingu og framkvæmd þjónustustefnunnar í sínum starfseiningum.
Allir starfsmenn bera ábyrgð á því að kynna sér efni þjónustustefnunnar og að hafa hana að leiðarljósi í starfi.