Jafnlaunastefna
Stefna Vinnumálastofnunar er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.
Með jöfnum kjörum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Laun eru í 9. tölul. 2.gr. jafnréttislaga skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar þóknun, bein eða óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur stofnunin sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85 og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar. Stofnunin hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.
Markmið Vinnumálastofnunar er að óútskýrður launamunur kynja skal ekki vera meiri en 2%.
Til þess að ná því markmiði mun stofnunin:
Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti. Ef um óútskýrðan mun hjá einstaklingi er að ræða skal bregðast við því strax en ef um óútskýrðan mun er að ræða milli hópa skal leiðrétta það frá og með næstu áramótum.
Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi hlítni við lög.
Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum stofnunarinnar. Stefnan skal einnig vera almenningi aðgengileg á ytri vef stofnunarinnar.
Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Vinnumálastofnunar.
Samþykkt á yfirstjórnarfund 13. nóvember 2021
Unnur Sverrisdóttir forstjóri