Aðrar vinnumiðlanir
Störf í Evrópu
Vefgátt EURES veitir upplýsingar um störf í boði á Evrópska efnahagssvæðinu. Vefgáttin er:
starfrækt í 31 landi í Evrópu,
aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku,
með góð ráð fyrir atvinnuleitendur sem vilja komast út á erlendan vinnumarkað,
með upplýsingar um starfsumhverfi, lífsskilyrði og ástandið á vinnumarkaði í hverju landi fyrir sig,
með upplýsingar um alla viðburði EURES í Evrópu.
Í vefgáttinni eru upplýsingar um EURES-ráðgjafa í hverju landi. Í ákveðnum löndum er hægt að fá að tala við ráðgjafa í gegnum netspjall.
Hægt er að panta viðtal eða senda fyrirspurn á netfangið: eures@vmst.is.
Aðrar vinnumiðlanir
Hér er hægt að finna laus störf sem eru auglýst hjá öðrum vinnumiðlunum, sveitarfélögum og fleirum.