Stafrænt pósthólf
Frá og með 19. september 2025 birtast bréf og gögn frá umboðsmanni skuldara birtast þjónustunotendum í stafræna pósthólfinu á Ísland.is.
Birting þessi er í samræmi við lög nr. 105/2021 um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda.
Í stafrænu pósthólfi birtast hvers konar gögn, sem verða til við meðferð máls hjá stjórnvöldum, svo sem bréf og ákvarðanir. Opinberum aðilum er heimilt að birta í stafrænu pósthólfi bæði almennar og viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklinga eins og þær eru skilgreindar í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Umboðsmaður skuldara birtir eftirfarandi bréf og gögn í stafrænu pósthólfi
Andmælabréf vegna greiðsluaðlögunar
Synjun í greiðsluaðlögun
Samþykki í greiðsluaðlögun.
Andmælabréf vegna fjárhagsaðstoðar
Synjun um fjárhagsaðstoð
Samþykki í fjárhagsaðstoð og gögn.
Andmælabréf vegna niðurfellingu greiðsluaðlögunarumleitana
Ákvörðun um niðurfellingu greiðsluaðlögunarumleitana
Ákvörðun um að mæla gegn nauðasamningi
Frumvarp og gögn vegna nauðasamnings
Greiðsluaðlögunarsamning og greiðsluáætlun.
Andmælabréf vegna beiðni um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Ákvörðun um synjun á milligöngu um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Samþykkt tillaga um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Ákvörðun um samþykki kröfu um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Ákvörðun um synjun kröfu um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Ákvörðun um samþykki á kröfu kröfuhafa um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Ákvörðun um synjun á kröfu kröfuhafa um breytingu á greiðsluaðlögunarsamningi
Réttaráhrif birtingar Gagn í stafrænu pósthólfi telst birt þegar það er orðið aðgengilegt í stafrænu pósthólfi viðtakanda. Ítarlegri upplýsingar og leiðbeiningar um notkun á Stafræna pósthófinu eru á vef island.is.
Hnipp Hnipp er þjónusta sem sendendum stendur til boða til að láta viðtakendur vita með tölvupósti að nýtt skjal bíði þeirra í pósthólfi. Viðtakendur geta tekið afstöðu til hnipps í stillingum efst í hægra horni á mínum síðum/pósthólfi. Hnippt er með tölvupósti:
ef sendandi óskar
og viðtakandi hefur ekki afþakkað hnipp
