Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf september 2021

10. september 2021

Haustið fór af stað með látum hjá Stafrænu Íslandi með ráðstefnan Tengjum ríkið sem er góð samantekt á síðasta vetri sem og verkefnum sem framundan eru.

Andri_Heidar_tengjumrikid2021

Vel heppnuð ráðstefna startar haustinu!

Haustið fór af stað með látum hjá Stafrænu Íslandi með ráðstefnan Tengjum ríkið sem er góð samantekt á síðasta vetri sem og verkefnum sem framundan eru. Ráðstefnan er öllum aðgengileg á vef Stafræns Íslands en yfir þúsund manns skráðu sig á ráðstefnuna og enn fleiri hafa nýtt sér að horfa í kjölfarið. Samhliða fjölda verkefna í vinnslu og ráðstefnu hefur mikill þungi farið í undirbúning og vinnslu á nýju rammasamningsútboði fyrir þverfagleg teymi.  Formlegri vinnu við útboðið er nú lokið og úrvinnsla er á lokametrunum.

Markmið vetrarins er að ljúka uppfærslu á kjarnaþjónustunum Stafræns Íslands samhliða því að ýta úr vör lausnum sem skila sér í betri opinberri þjónustu. Uppfærð 5 ára aðgerðaráætlun er í býgerð þar sem útlit er fyrir að 3ja ára áætlun sett í upphafi árs 2020 verði langt komin á næstu mánuðum. Horft er til stefnu ríkisstjórnar um Stafrænt Ísland þar sem aðgengi fyrir
alla að stafrænni þjónustu hins opinbera er haft að leiðarljósi. 


Með ríkið í vasanum

Nýtt app Ísland.is er væntanlegt á allra næstu vikum en það var kynnt á ráðstefnunni Tengjum ríkið og þeir sem voru þar skráðir verða með þeim fyrstu að fá aðgang.

app mynd

Breytt lögheimil barna

Foreldrar geta nú gert með sér stafrænan samning um breytt lögheimili barns og um leið breytta tilhögun meðlags. Öll afgreiðsla málsins er stafræn og foreldrarnir undirrita samninginn um breytta högun með rafrænni undirritun, hvort fyrir sig.

Hond_tolva

Frétt um breytt lögheimili barna


Heimagisting 

Umsókn um heimagistingu er nú komin á stafrænt form en umsóknin er nú beintengd við starfakerfi sýslumanna sem sjá um þessa þjónustu.

Umsókn um heimagistingu


Nýr reglugerðarvefur 

Nýr reglugerðarvefur er í lokaprófunum en hann hefur þegar verið gefinn út í svokölluðu "soft launch" svo hagsmunaaðilar geti skoðað fyrir formlega útgáfu.


Tengjum ríkið

Ráðstefnan tengjum ríkið er öllum aðgengileg en rúmlega þúsund manns skráðu sig á ráðstefnuna í ár og fjöldi fólks nýtt sér að horfa í kjölfarið.

Tengjum ríkið 2021


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • App fyrir Ísland.is - notendaprófanir

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof - notendaprófanir

  • Ökunámferlið frá námi til skírteinis í síma - notendaprófanir

  • Nýr Reglugerðarvefur - prófanir

  • Greiðsludreifing opinberra gjalda – Í framleiðslu

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga – Í framleiðslu

  • Fasteignir fyrir einstaklinga á BETA Mínar síður

  • Fjármál fyrir einstaklinga á BETA Mínar síður

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn


Skrá á póstlista