Fréttabréf nóvember 2023 #2
29. nóvember 2023
Fréttabréf Stafræns Íslands nóvember #2
Fyrir Grindavík
Á Ísland.is er nú að finna upplýsingavef sem er ætlað að halda utan um allar upplýsingar sem íbúar Grindavíkur gætu þurft á að halda. Stafrænt Ísland hefur þróað tól sem eru aðgengileg opinberum aðilum og hægt er að virkja á mjög skömmum tíma.
Þau tól sem voru virkjuð að þessu sinni eru:
Fyrir Grindavík síðan á Ísland.is en þar er markmiðið að draga saman allar upplýsingar tengdum jarðhræringunum á einn stað til að draga úr upplýsingaóreiðu. Fjölmargir opinberir aðilar koma að uppfærslu á atriðum til dæmis tengdum húsnæði, menntun, atvinnu og svo mætti lengi telja. Forgansmál var að koma upp skráningu tengdum húsnæði en sífellt bætast við nýjar gagnlegar upplýsingar.
Umsóknarkerfi Ísland.is
Þjónustusíða Ísland.is
Spjallmenni Ísland.is
Ávinningur Stafræna pósthólfsins
Stafræna pósthólf Ísland.is er þegar farið að skila ávinningi þrátt fyrir að vera varla hálfnað í innleiðingu hjá opinberum aðilum. Árlega eru send um 8,5 milljónir skjala í pósthólfið. Ætla má að kostnaður við að senda þann fjölda pappírsbréfa inn um lúgur sé yfir milljarður króna. Í stað þess er fastur rekstrarkostnaður Stafræna pósthólfsins um ein og hálf milljón króna. Þetta þýðir að fjárhagslegur ávinningur af stafrænu pósthólfi er umtalsverður.
Þessi ávinningur hefur reynst opinberum aðilum hvatning og nauðsynlegt tól í núvernadi efnahagsástandi.
Frétt um innleiðingaráætlun Stafræna pósthólfsins
Fjármál í Ísland.is appinu
Staða einstaklinga við hið opinbera er nú aðgengileg í Ísland.is appinu sem og hægt að gera greiðsluáætlun ef um skuld er að ræða. Fyrir var að finna upplýsingar um fjölskyldu, ökutæki og fasteignir.
Velkomin Réttingagæsla fatlaðs fólks
Réttindagæsla fyrir fatlað fólk hefur flutt vefsvæði sitt á Ísland.is og við bjóðum þau hjartanlega velkomin.
Réttindagæsla fatlaðs fólks á Ísland.is
Velkomin Samráðsgátt
Samráðsgátt er nú hluti af Ísland.is samfélaginu eftir að hafa flutt vefsvæði sitt. við bjóðum Samráðsgáttina hjartanlega velkomna.
Eldri Mínar síður loka Ísland.is
Eldri Mínar síður Ísland.is loka 2. janúar 2024. Frá og með lokun verður Stafræna pósthólfið einungis aðgengilegt á nýjum Mínum síðum Ísland.is og í Ísland.is appinu.
Frétt um lokun á eldri Mínum síðum
Evrópska sjúkratryggingakortið á Mínum síðum
Upplýsingar um Evrópska sjúkratryggingakortið er að finna á Mínum síðum Ísland.is. Þar er sömuleiðis hægt að sækja um nýtt kort. Kortið veitir korthafa rétt til heilbrigðisþjónustu í EES löndum og Sviss.
Influencers Ísland.is
Leiðarljós Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar er upplifun notenda lykilatriði. Borgurum þessa lands gefst kostur að skrá sig sem áhrifavald og taka þannig þátt í að prófa tæknilausnir Stafræns Íslands og gefa endurgjöf. Um 240 manns hafa þegar skráð sig sem áhrifavalda en Ísland.is kallar nú eftir endurgjöf frá þeim sem hér búa og starfa en tala ekki íslensku.
Meðal verkefna Stafræns Íslands
Ákvörðun um skipti dánarbús
Eigendaskipti vinnuvéla og tækja
Endurnýjun ökuréttinda
Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu
Mínar síður: Greiðsluáætlanir Tryggingastofnunar
Mínar síður: Hugverkaréttindin mín
Mínar síður: Lána- og greiðslufirlit frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun
Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU
Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks
Rafræn erfðafjárskýrsla
Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna
Stafrænt veiðikort
Tilkynning um vinnuslys
Umsón um dvalarleyfi
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun
Umsókn um ellilífeyri
Umsókn um háskóla
Umsókn um ríkisborgararétt ítrun
Umsókn um sannvottun
Upplýsingavefur um háskólanám á Íslandi
Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is
Vefur Vinnueftirlitsins á Ísland.is