Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf júní 2022

15. júní 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands júní 2022.

þing íslenski fáninn tré bók fugl

Stafræn þjónusta eykst á Íslandi

Í hverjum mánuði bætast við stafrænar þjónustur á Ísland.is allt frá flóknum ferlum eins og stafrænni umsókn um fæðingarorlof í einföld ferli líkt og stafræn sakavottorð. Síðasta mánuðinn hafa fjölmargar þjónustur bæst við sem einfalda líf íbúa, starfsmenn stofnana sem og þeirra sem eru í fyrirtækjarekstri. Má þar nefna:

  • Mínar síður eru nú aðgengilegar fyrir fyrirtæki sem auðveldar líf rekstraraðila til muna og bætir aðgengi að opinberum gögnum.

  • Aðgengi að Mínum síðum og þar af leiðandi pósthólfi, fjármálaupplýsingum, fasteignum og fleira hefur verið endurbætt með nýju umboðskerfi en nú geta rekstraraðilar og einstaklingar veitt öðrum aðgengi að gögnum á einfaldan hátt.

  • Þjónustuvefur Ísland.is einfaldar fólki leiðina að þeim upplýsingum sem leitað er að. Vefsvæðið raðast upp eftir algengustu spurningum notenda og notandinn því í lykilhlutverki.

  • Spjallmennið Askur hefur verið virkjaður á Ísland.is og leysir nú þegar hátt hlutfall algengra fyrirspurna þrátt fyrir að vera enn í þróun.

Framundan er áframhaldandi þróun á Ísland.is og Mínum síðum en öll sú þróun er unnin með þarfir notenda að leiðarljósi.


Tengjum ríkið ráðstefnan verður haldin 22. september - taktu daginn frá!


Fyrirtæki nú á Mínum síðum Ísland.is

Mínar síður Ísland.is eru nú aðgengilegar fyrirtækjum þar sem prókúruhafar geta fylgst með stafrænu pósthólfi, stöðu fyrirtækis við ríkissjóð og fleira. Rekstraraðilar skrá sig inn með eigin rafrænum skilríkjum og geta á einfaldan hátt skipt yfir á aðgang fyrirtækis.

Lesa nánar um Mínar síður fyrirtækja


Stafræn umsókn um ökunám

Stafræna umsókn um bráðabirgðaskírteini er nú að finna á Ísland.is. 6.056 einstaklingar sóttu um ökunám árið 2021 og verður áhugavert að sjá hlutfall þess sem velja stafrænt ferli í framtíðinni.

Skoða umsókn


Spjallað við Ísland.is

Spjallmennið Askur er mættur á Ísland.is. Askur hefur verið í prófunum undanfarnar vikur og sífellt verið að bæta þekkingu háns út frá endurgjöf notenda. Askur reynir að aðstoða eftir bestu getu en ef hán veit ekki svarið má alltaf óska eftir samtali við þjónustufulltrúa Ísland.is. Þú finnur Ask í neðra hægra horni Íslands.is

Spjalla við Ask


Ökutæki á Mínum síðum 

Eigendur ökutækja geta nú séð yfirlit og nauðsynlegar upplýsingar um öll sín ökutæki á Mínum síðum Ísland.is. 

Skoða ökutæki á Mínum síðum


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vefur Sjúkratrygginga á Ísland.is

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Innskráning á Mínar síður fyrir forráðamenn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Vefur Útlendingastofnunar á Ísland.is

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.is

  • Umsóknir fyrir fyrirtæki

  • Umboðskerfi fyrir fyrirtæki

  • Skotvopnaleyfi birt í Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is

  • ADR og vinnuvélaréttindi birt í Ísland.is appinu og Mínum síðum Ísland.is