Fara beint í efnið

14. júní 2022

Mínar síður aðgengilegar fyrirtækjum

Þeir sem hafa prókúru geta nú skoðað stafrænt pósthólf fyrirtækja, stöðu þess við ríkissjóð svo eitthvað sé nefnt á Mínum síðum Ísland.is.

island-is-linuteikningar-VB-08-19

Þeir sem hafa prókúru geta nú skoðað stafrænt pósthólf fyrirtækja, stöðu þess við ríkissjóð svo eitthvað sé nefnt á Mínum síðum Ísland.is.

Prókúruhafar fyrirtækja geta nú skráð sig inn á Mínar síður Ísland.is og gögn úr ýmsum stofnunum:

  • Pósthólf fyrirtækis

  • Umsóknir (þegar fyrirtæki getur sótt um í gegnum umsóknarkerfi)

  • Upplýsingar um fyrirtæki úr fyrirtækjaskrá

  • Fasteignir úr fasteignaskrá Þjóðskrár

  • Fjármál þ.e. stöðu fyrirtækis við ríkissjóð

  • Ökutæki úr ökutækjaskrá Samgöngustofu


Mínar síður Ísland.is eru í sífelldri þróun sem nú eru aðgengilegar fyrirtækjum fyrir þá sem hafa umboð til. Prókúruhafar fyrirtækja hafa sjálfkrafa aðgang með eigin rafrænu skilríkjum og geta skipt milli aðganga. Innskráning fyrirtækja byggir á nýju innksráningar- og umboðskerfi sem þýðir að prófkúruhafi mun síðar á árinu geta veitt öðrum aðgengi að Mínum síðum fyrirtækisins sé þess þörf.

Samkvæmt launagreiðendaferli Fjárslýslunnar eru skráð um 16 þúsund fyrirtæki og þessi bætta þjónusta ætti því að koma að gagni hjá stórum hópi.

Ef þau fyrirtæki sem þú ert með prókúru fyrir birtast ekki þarf að hafa samband við Skattinn og láta skoða skráninguna.

Skoða Mínar síður.