Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf júlí 2023

12. júlí 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands júlí 2023.

islandis_grafik_skrifstofa

Stafræni skóli Ísland.is 

Stafræni skóli Ísland.is hefur verið í mótun síðustu mánuði þar sem haldin eru námskeið fyrir samstarfsaðila Stafræns Íslands. Markmiðið er að valdefla starfsfólk stofnana og undirbúa teymi fyrir verkstýringu stafrænna verkefna. Sömuleiðis er námskeiðunum ætlað að samræma vinnubrögð og styrkja Ísland.is samfélagið.

Þau námskeið sem eru í boði eru:

  • Stafrænn leiðtogi
    Þegar hafa 57 setið þetta dagsnámskeið þar sem markmiðið er að styðja við stofnanir í stafrænni þróun, styrkja mótspilara Stafræns Ísland og undirbúa fyrir stafræna vegferð. 

  • Stafrænn ráðgjafi

    Þegar hafa 6 ráðgjafar setið þetta 3ja daga námskeið en því er ætlað að þjálfa upp ráðgjafa í að styðja við stafræna þróun og hraða stafrænni vegferð hins opinbera.

  • Efnis- og aðgengisstefna Ísland.is

    Þegar hafa 88 setið þetta 1,5 tíma námskeið sem styður við og styrkir alla þá sem skrifa efni á Ísland.is út frá efnis- og aðgengisstefnu Ísland.is.

  • Umsóknarkerfi Ísland.is

    Þegar hafa 22 setið þetta 1,5 tíma námskeið sem styður og styrkir opinbera starfsmenn í að stilla upp umsóknum í Umsóknarkerfi Ísland.is.


Nánari upplýsingar um námskeið Stafræna skóla Ísland.is ásamt gagnlegum upplýsingum fyrir alla þá sem koma að Ísland.is samfélaginu verða kynntar nánar í haust.


Stafrænu skrefin 2023

Viðurkenning fyrir Stafræn skref var veitt í fyrsta skipti árið 2022 en skrefin eru níu talsins. Skilgreining fyrir hvert Stafrænt skref og stöðu opinberra aðila í vor er nú að finna á vef Stafræns Íslands. Viðurkenningar fyrir Stafrænu skrefin 2023 verða veitt á Tengjum ríkið 22.september næstkomandi og á sama tíma verður stafræn staða allra opinberra aðila uppfærð.

Lesa nánar um Stafrænu skrefin 2023


Gott að eldast á Ísland.is

Að eldast er nýjasti lífsviðburðurinn á Ísland.is. Lífviðburðurinn er hluti af verkefninu Gott að eldast sem snýr að því að bæta þjónustu við eldra fólk. Fyrsta skrefið var að taka saman gagnlegar upplýsingar sem fylgja lífsviðburðinum og í framhaldinu endurskoða upplýsingagjöf og aðgengi að þeirri þjónustu sem stendur eldra fólki til boða.

Gott að eldast lífsviðburður á Ísland.is


Tapað ökuskírteini?

Nú getið allir sem eiga gæðamerkta ljósmynd og undirskrift í ökuskírteinaskrá sótt um nýtt plast ökuskírteini á Ísland.is. Þeir sem eiga eldri ökuskírteini þurfa að mæta til sýslumanns með nýja mynd og undirrita. Frá janúar til maí á þessu ári hafa þúsund manns farið til sýslumanns og pantað nýtt ökuskírteini sem sparar því framvegis um 200 manns á mánuði ökuferðina.

Týnt eða stolið ökuskírteini umsókn


Undirskriftarlistar á Ísland.is

Einstaklingar geta stofnað undirskriftalista og almenningur sett nafn sitt á lista með rafrænni auðkenningu.

Markmiðið með undirskriftalistum á Ísland.is er að veita stafrænan vettvang til að fólk geti lagt málefni lið með öruggum hætti.

Á Mínum síðum Ísland.is geta einstaklingar, undir flokknum "Mínar upplýsingar", séð lista yfir þá undirskriftarlista sem þeir hafa skrifað undir.

Undirskriftarlistar á Ísland.is


HSA á Ísland.is

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur flutt vef sinn á Ísland.is og styrkir því vefinn enn frekar hvað varðar sérfræðiþekkingu á sviði heilbrigðismála.

Vefur HSA á Ísland.isa


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Ísland.is app - Fjármál

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Heilsugæsla og tannlæknar

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Mínar síður. Vélar og tæki

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót

  • Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur