Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf desember 2022

23. desember 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands desember 2022.

Jolakerti-Desktop 4

Gleðilega hátíð 

Viðburðarríkt ár er senn á enda þar sem Ísland.is hefur vaxið, dafnað og bætt bæði upplýsingar og stafræna þjónustu til landsmanna. Fjöldi stofnana hefur flutt bæði vef sinn og/eða þjónustu á Ísland.is og þar með styrkt upplýsingagjöf til landsmanna og stuðlað að því að einfalda líf fólks. 

Hraði í nútímasamfélagi er alltaf að verða meiri og meiri og  kröfur á aðlögunarhæfni okkar eykst jafnhraðan. Þetta á sömuleiðis við um kröfur okkar á góða þjónustu og upplýsingagjöf. Það sem þykir sjálfsagt í dag var jafnvel aðeins fjarlægur draumur fyrir ári síðan. Það er því hollt fyrir okkur öll að nýta hátíðina í að staldra aðeins við, líta um öxl og rifja upp hversu miklu við höfum áorkað. 

Í næsta fréttabréfi munum við fara yfir stærstu verkefni ársins 2022 en í þessu má sjá brot af þeim verkefnum sem gefin hafa verið út á síðustu vikum. Verkefnin eru mörg og missýnileg en öll mikilvægur hlekkur í að bæta opinbera stafræna þjónustu.


Leyfi fyrir flugeldasýningar stafrænt

Stafrænt leyfi til að halda flugeldasýningar er nú að finna á Ísland.is sem hluti af stóru samstarfi við Umhverfisstofnun.

Nánar um flugeldasýningar


Hvað er Stafrænt pósthólf Ísland.is og fyrir hvern?

Stafrænt pósthólf Ísland.is er komið á fullt í innleiðingu hjá stofnunum. 

Nánar um Stafrænt pósthólf


Bætt aðgengi fatlaðra að Stafrænu pósthólfi Ísland.is

Stafrænum hindrunum rutt úr vegi: Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi á Ísland.is.

Lesa frétt um bætt aðgengi fatlaðra


Bókin sem aldrei týnist - stafrænt ökunám 

Stórum áfanga í stafvæðingu ökunáms er nú náð með virkjun stafrænnar ökunámsbókar Samgöngustofu.

Lesa frétt um stafrvæðingu ökunáms


Rafrænar þinglýsingar í fasteignaviðskiptum 

Undirbúningur í fullum gangi fyrir rafræna þinglýsingu fasteignakaupa.

Staða rafrænna þinglýsinga


Rafrænar greiðslur í umsóknarkerfi Ísland.is 

Fiskistofa var fyrst til að greiða rafrænt í umsóknarkerfi Ísland.is. Prókúruhafi getur því gengið frá greiðslum fyrir hönd fyrirtækis. Stofnunum stendur til boða að opnað sé á prókúruumboð fyrir umsóknir sem krefjast greiðslu í umsóknarkerfi Ísland.is.


Velkomin Fiskistofa

Fiskistofa hefur flutt vef sinn á Ísland.is og eykur þar með enn á upplýsingagjöf og fjölbreytni síðunnar. Velkomin Fiskistofa!

Ný vefsíða Fiskistofu


Velkominn ríkislögmaður

Ríkislögmaður sá hag sinn í að flytja vef sinn á Ísland.is og tekur nú þátt í að styrkja vefinn. Velkominn ríkislögmaður.

Ný vefsíða ríkislögmanns


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi Ísland.is

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Umsókn um ökuritakort

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsinga á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Ákvöðun um skipti dánarbús

  • Beiðni um könnun hjónavígsluskilyrða

  • Birting ökutækja og fasteigna í Ísland.is appinu

  • Birting útskriftargagna frá Háskóla Íslands á Mínum síðum Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Ökutímaskráningar ökukennara

  • Heimagisting opna fyrir nýtingaryfirlit 2022

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.is.

  • Vefur Landlæknis á Ísland.is

  • Vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Ísland.is

  • Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is