Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fréttabréf desember 2022

23. desember 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands desember 2022.

Gleðilega hátíð 

Viðburðarríkt ár er senn á enda þar sem Ísland.is hefur vaxið, dafnað og bætt bæði upplýsingar og stafræna þjónustu til landsmanna. Fjöldi stofnana hefur flutt bæði vef sinn og/eða þjónustu á Ísland.is og þar með styrkt upplýsingagjöf til landsmanna og stuðlað að því að einfalda líf fólks. 

Hraði í nútímasamfélagi er alltaf að verða meiri og meiri og  kröfur á aðlögunarhæfni okkar eykst jafnhraðan. Þetta á sömuleiðis við um kröfur okkar á góða þjónustu og upplýsingagjöf. Það sem þykir sjálfsagt í dag var jafnvel aðeins fjarlægur draumur fyrir ári síðan. Það er því hollt fyrir okkur öll að nýta hátíðina í að staldra aðeins við, líta um öxl og rifja upp hversu miklu við höfum áorkað. 

Í næsta fréttabréfi munum við fara yfir stærstu verkefni ársins 2022 en í þessu má sjá brot af þeim verkefnum sem gefin hafa verið út á síðustu vikum. Verkefnin eru mörg og missýnileg en öll mikilvægur hlekkur í að bæta opinbera stafræna þjónustu.


Leyfi fyrir flugeldasýningar stafrænt

Stafrænt leyfi til að halda flugeldasýningar er nú að finna á Ísland.is sem hluti af stóru samstarfi við Umhverfisstofnun.

Nánar um flugeldasýningar


Hvað er Stafrænt pósthólf Ísland.is og fyrir hvern?

Stafrænt pósthólf Ísland.is er komið á fullt í innleiðingu hjá stofnunum. 

Nánar um Stafrænt pósthólf


Bætt aðgengi fatlaðra að Stafrænu pósthólfi Ísland.is

Stafrænum hindrunum rutt úr vegi: Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi á Ísland.is.

Lesa frétt um bætt aðgengi fatlaðra


Bókin sem aldrei týnist - stafrænt ökunám 

Stórum áfanga í stafvæðingu ökunáms er nú náð með virkjun stafrænnar ökunámsbókar Samgöngustofu.

Lesa frétt um stafrvæðingu ökunáms


Rafrænar þinglýsingar í fasteignaviðskiptum 

Undirbúningur í fullum gangi fyrir rafræna þinglýsingu fasteignakaupa.

Staða rafrænna þinglýsinga


Rafrænar greiðslur í umsóknarkerfi Ísland.is 

Fiskistofa var fyrst til að greiða rafrænt í umsóknarkerfi Ísland.is. Prókúruhafi getur því gengið frá greiðslum fyrir hönd fyrirtækis. Stofnunum stendur til boða að opnað sé á prókúruumboð fyrir umsóknir sem krefjast greiðslu í umsóknarkerfi Ísland.is.


Velkomin Fiskistofa

Fiskistofa hefur flutt vef sinn á Ísland.is og eykur þar með enn á upplýsingagjöf og fjölbreytni síðunnar. Velkomin Fiskistofa!

Ný vefsíða Fiskistofu


Velkominn ríkislögmaður

Ríkislögmaður sá hag sinn í að flytja vef sinn á Ísland.is og tekur nú þátt í að styrkja vefinn. Velkominn ríkislögmaður.

Ný vefsíða ríkislögmanns


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Mínum síðum Ísland.is og í appi Ísland.is

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Umsókn um ökuritakort

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsinga á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Ákvöðun um skipti dánarbús

  • Beiðni um könnun hjónavígsluskilyrða

  • Birting ökutækja og fasteigna í Ísland.is appinu

  • Birting útskriftargagna frá Háskóla Íslands á Mínum síðum Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Ökutímaskráningar ökukennara

  • Heimagisting opna fyrir nýtingaryfirlit 2022

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga á Ísland.is

  • Fjárhagsaðstoð Sveitafélaga á Ísland.is.

  • Vefur Landlæknis á Ísland.is

  • Vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Ísland.is

  • Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.