Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf desember 2021

21. desember 2021

Jólakveðja og samantekt nýrra verkefna og verkefna í vinnslu í desember 2021.

Island-JolaCover-2

Gleðilega hátíð

Viðburðarríkt ár er senn á enda en þrátt fyrir það bætast enn stór og smá verkefni sem
einfalda líf fólks og fyrirtækja. Breytingar eru hraðar þessi misserin og því mikilvægt að gefa sér tíma og fara yfir verkefni síðustu mánaða. Í næsta fréttabréfi munum við fara yfir stærstu verkefni ársins 2021 en í þessu má sjá brot af þeim verkefnum sem gefin hafa verið út á síðustu vikum. Verkefnin eru mörg og missýnileg en öll mikilvægur hlekkur í að bæta opinbera stafræna þjónustu.


island-is-linuteikningar-VB-07-L3-24

Fæðingarorlof á Ísland.is

Stafræn umsókn um fæðingarorlof er nú aðgengileg á Ísland.is. Á annað hundrað manns
hafa tekið þátt í notendaprófunum. Umsóknin sækir sjálfvirkt í hin ýmsu kerfi hins opinbera og ryður því brautina fyrir fjölda annarra flókinna umsóknarferla.

Umsókn um fæðingarorlof


birgir thor hardarson ljosmyndar

Fasteignir á Ísland.is 

Þróun á Mínum síðum á Ísland.is er í fullum gangi þar sem haft er að leiðarljósi að
einfalda líf fólks og bæta stafrænt aðgengi að opinberri þjónustu. Fasteignir er nýjasta viðbótin sem veitir fasteignaeigendum aðgengi að upplýsingum um eigin fasteignir.

Frétt á Ísland.is

Ljósmynd eftir Birgi Þór Harðarson.


Greiðsludreifing skulda

Greiðsludrefing opinberra gjalda er komin í raunumhverfi og stýrðar notendaprófanir í fullum
gangi. Á næstu vikum munu einstaklingar geta lagt upp eigin greiðsludreifingu í sjálfsafgreiðslu.

Prófa greiðsludreifingu


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga – í framleiðslu

  • App fyrir Ísland.is - BETA prófanir

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga – Í framleiðslu

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um almenna gjafsókn og lögbundna gjafsókn