Fara beint í efnið

10. desember 2021

Fasteignir á Ísland.is

Eigendur fasteigna geta nú flett upp upplýsingum um eigin fasteign með því að innskrá sig á Mínar síður BETA á Ísland.is.

birgir thor hardarson ljosmyndar

Þróun á Mínum síðum á Ísland.is er í fullum gangi þar sem haft er að leiðarljósi að einfalda líf fólks og bæta stafrænt aðgengi að opinberri þjónustu. Fasteignir er nýjasta viðbótin sem veitir fasteignaeigendum aðgengi að upplýsingum um eigin fasteignir.

Helstu uppfærslur sem unnið er að eru flutningur núverandi þjónustu í öruggari og skilvirkari gagnaflutningsleiðir samhliða því að bæta notendaupplifun og aðgengi fólks að eigin upplýsingum. Sífellt fleiri stofnanir tengjast Mínum síðum á Ísland.is með vefþjónustum í gegnum Strauminn sem hefur það að markmiði að flytja gögn en ekki fólk.

Jafnt og þétt næstu misseri munu einstaklingar og lögaðilar sjá aukningu í aðgengi að upplýsingum sem og bætt viðmót á Mínum síðum Beta sem munu að endingu taka yfir. Þessi gögn munu birtast eins og sértæk þjónusta líkt og fasteignir eða sem skjöl í stafræna pósthólfinu sem sömuleiðis er að finna á Mínum síðum Ísland.is.

Er þín fasteign rétt skráð?
Innskráning á Mínar síður á Ísland.is

Ljósmynd eftir Birgi Þór Harðarson.