Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf maí 2022, nr. 2

8. júní 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands maí 2022 númer 2.

Eignast barn

Stafrænt fæðingarorlof


Stafræn umsókn um fæðingarorlof hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu umsóknarkerfis Ísland.is og rutt úr vegi hindrunum sem munu nýtast öllum stofnunum sem vilja nýta sér kerfið.

Umsóknin fór hljóðlega í loftið á Ísland.is og á vef Vinnumálastofnunar í framhaldinu fyrr á árinu. Ljóst er að eftirspurnin var mikil því strax í apríl var hlutfall stafrænna umsókna komið yfir 50% þrátt fyrir að þjónustan hafi ekki verið kynnt sérstaklega. Stafræna umsóknin felur í sér gífurlegan tímasparnað fyrir einstaklinga sem þurfa nú ekki lengur að safna saman upplýsingum og senda fæðingarorlofssjóði, heldur sækir umsóknin sjálfkrafa upplýsingarnar sem þarf til og skilar í starfakerfi sjóðsins.
Um 14 þúsund manns sækja um fæðingarorlof árlega og ljóst að um mikinn tímasparnað að ræða fyrir einstaklinga, vinnuveitendur og starfsmenn Fæðingarorlofssjóðs að ógleymdum pappírssparnaði.

Verðandi foreldrar sækja nú um stafrænt og geta fylgst með stöðu umsóknar í Ísland.is appinu.

Stafrænt fæðingarorlof


Tengjum ríkið ráðstefnan - 8. september 2022

Ráðstefnan verður nú haldin í þriðja sinn en þar er farið yfir allt það sem er að gerast í stafrænni umbreytingu hins opinbera. Ráðstefnan verður öllum opin. Takið daginn frá!


Þjónustuvefur Ísland.is - NÝTT

Við leitum sífellt nýrra leiða í upplýsingagjöf til notenda og nýjasta útspilið er þjónustuvefur Ísland.is. Vefsvæðið raðast upp eftir algengustu spurningum notenda og notandinn því í lykilhlutverki.

Skoða þjónustuvef Ísland.is

Þjónustusíða Stafræns Íslands

Greiðsluáætlun Ísland.is - NÝTT

Hluti af bættri þjónustu Fjársýslunnar er að bæta aðgengi fólks að upplýsingum sínum gegnum Mínar síður á Ísland.is. Nýjung í þjónustunni þar er að skattgreiðendur geta sjálfir stillt upp og sótt um eigin greiðsludreifingu.

Fjármálin þín á Mínum síðum


Mannauðstorg ríkisins á Ísland.is

Í vinnslu á Ísland.is er Mannauðstorg sem inniheldur upplýsingar fyrir stjórnendur og mannauðsfólk hjá ríkinu. Að vefnum koma Fjársýslan og Kjara- og mannauðssvið ríkisins. Vefurinn var forsýndur á dögunum og gefst nú mannauðsfólki tækifæri til að rýna og bæta í samstarfi við umsjónaraðila. Verkefnið er liður í að samræma og bæta upplýsingagjöf.

Skoða Mannauðstorg.is


Endurnýjun dvalarleyfis - stafræn umsókn

Umsóknir um endurnýjun dvalarleyfa er nú hægt að senda Útlendingastofnun með stafrænum hætti í gegnum vef Ísland.is.

Lesa frétt um endurnýjun dvalarleyfis


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Vefur Sjúkratrygginga á Ísland.is

  • Vegabréfið þitt - birting upplýsinga á Ísland.is og í appi

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga

  • Rafræn þinglýsing afsala

  • Innskráning á Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Mínar síður - birting vegabréfa

  • Mínar síður - birting ökutækja

  • Vefur Útlendingastofnunar á Ísland.is

  • Stafræn umsókn um ökuskírteini og endurnýjanir

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríksendurskoðunar

  • Tveggja ára vegvísir stafrænnar þjónustu sveitafélaga

  • Umsókn um almennt fiskveiðileyfi til Fiskistofu