Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Eldri innskráning lokar

1. október 2024

Lokun eldri innskráningar Ísland.is hefur verið í ferli í tæp tvö ár. Ný innskráningarleið fyrir opinbera aðila hefur tekið við er bæði öruggari og stenst betur álag.

island-is-linuteikningar-VB-07-L3-05

Opinberir aðilar geta nýtt sér nýju innskráningarleiðina gjaldfrjálst og styðst hún við rafræn skilríki.

Þau sem ekki eru með rafræn skilríki geta nýtt sér stafræna þjónustu hins opinbera með því að veita öðrum umboð á pappír til að sinna sínum málum í gegnum stafrænar opinberar þjónustur sem nýta sér umboðskerfi Ísland.is.

Athugið að alla opinbera þjónustu er áfram hægt að sækja beint til tiltekinnar stofnunar og/eða sveitafélags. Sömuleiðis er hægt að óska eftir að fá erindi sem send eru í Stafræna pósthólfið í bréfpósti.

Þau sem eru með rafræn skilríki geta gefið öðrum aðgang að sínum gögnum í gegnum aðgangsstýringu á Mínum síðum Ísland.is. Í aðgangsstýringunni er hægt að veita umboð að Mínum síðum Ísland.is sem og aðgangi að kerfum fjölda annarra stofnana.

Til að koma til móts við þau sem eru háð íslykli og ekki með rafræn skilríki verður tímabundið opið fyrir aðgang að Stafrænu pósthólfi og þjónustu TR með ísklykli.

Ef einhver vandamál koma upp má ávallt senda póst á island@island.is.

Einkaaðilum sem vilja bjóða upp á innskráningu með rafrænum skilríkjum er bent á eftirfarandi fyrirtæki.

Nánari upplýsingar og umsókn um Innskráningu fyrir alla á Ísland.is.