Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Breyting á reglugerð um landsskipulagsstefnu

14. júní 2022

Breyting
á reglugerð um landsskipulagsstefnu

Innviðaráðherra hefur birt breytingu á reglugerð um landsskipulagsstefnu í Stjórnartíðindum. Breytingin varðar 3. gr. reglugerðarinnar, sem fjallar um skipun ráðgjafarnefndar um gerð landsskipulagsstefnu.

Samkvæmt 11. gr. skipulagslaga skal ráðherra skipa ráðgjafarnefnd áður en vinna hefst við gerð landsskipulagsstefnu. Hlutverk hennar er að vera til ráðgjafar og samráðs við undirbúning landsskipulagsstefnu og skulu eiga sæti í ráðgjafarnefndinni fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, opinberra stofnana og fagaðila á sviði skipulagsmála.

Í 3. gr. reglugerðarinnar var áður mælt fyrir um að í ráðgjafarnefndinni ættu tiltekin ráðuneyti að eiga fulltrúa, auk tveggja fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt var kveðið á um að ráðherra skipulagsmála skyldi skipa tvo fulltrúa án tilnefningar og skyldi annar þeirra vera fagaðili á sviði skipulagsmála.

Eftir breytinguna er fallið frá því að tilgreina hverjir skuli eiga fulltrúa í ráðgjafarnefndinni. Jafnframt er sett nýtt ákvæði um að ráðherra skipi stýrihóp sem fari með samskipti ráðuneytisins við ráðgjafarnefndina.

Önnur ákvæði reglugerðarinnar um hlutverk og störf ráðgjafarnefndar um gerð landsskipulagsstefnu eru óbreytt.

Reglugerðina með áorðnum breytingum má nálgast hér.

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram