Fara beint í efnið

Uppfærð sektarfyrirmæli vegna Covid-19

2. september 2021

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný/uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

covid icon

Ríkissaksóknari hefur gefið út ný/uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim, sbr. 19. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, sbr. lög nr. 2/2021, vegna heimsfaraldurs COVID-19, þar sem uppfærðar eru tilvísanir til nýrra ákvarðana heilbrigðisráðherra þar að lútandi. Um er að ræða reglugerðir nr. 161/2021 og 190/2021. Fyrirmælin taka gildi á morgun.

Helstu breytingarnar varða sektir vegna brota á skyldum við komu til landsins, sbr. rgl. 161/2021, þ.e. brot gegn skyldu til að framvísa neikvæðu PCR-vottorði, brot gegn skyldu til að fara í sýnatöku á landamærastöð og brot gegn skyldu til að dveljast í sóttvarnarhúsi og skyldum sem einangrun þar felur í sér.

Vakin er athygli á því að framvísun falsaðs PCR-vottorðs varðar við ákvæði 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og sætir því ákæru.

Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 1/2021 má nálgast hér.

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229