Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Ríkissaksóknari Forsíða
Ríkissaksóknari Forsíða

Ríkissaksóknari

Námsferð starfsmanna ríkissaksóknara til Haag

21. október 2025

Dagana 2.-3. október fóru starfsmenn ríkissaksóknara í námsferð til Haag þar sem fræðst var um starfsemi Eurojust, hlutverk sendisaksóknara Íslands hjá Eurojust og verkefni fulltrúa Íslands hjá Europol.

Einnig fengu starfsmenn fræðslu um hvernig rannsókn og ákærumeðferð netbrota (cybercrime) er háttað í Noregi og Hollandi auk þess að fá kynningu um SIRIUS verkefnið sem Eurojust og Europol standa sameiginlega að. Um er að ræða miðlun á þekkingu og upplýsingum um aðgang að rafrænum sönnunargögnum yfir landamæri.

Þá heimsóttu starfsmenn ríkissaksóknara Alþjóðasakamáladómstólinn, International Criminal Court (ICC) þar sem saksóknari við dómstólinn, Nzhat Shameem Khan, og fleiri starfsmenn upplýstu okkur um hlutverk og starfsemi dómstólsins og ekki síst verkefni skrifstofu saksóknara.

Ríkissaksóknari átti einnig fund með Sue Preenen, ríkissaksóknara Hollands, þar sem farið var yfir helstu verkefni embættanna. Þá fundaði ríkissaksóknari og Kolbrún Benediktsdóttir, sendisaksóknari Íslands hjá Eurojust, með Michael Schmid, forseta Eurojust þar sem m.a. var farið var yfir skipulag og verkefni ákæruvaldsins á Íslandi og þau málefni sem sendisaksóknari Íslands á aðkomu að hjá Eurojust.

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229