Fara beint í efnið

Heimsókn starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands

22. október 2021

Síðastliðinn mánudag kom sex manna hópur starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands í þriggja daga námsferð til Íslands til að fræðast um ýmis málefni opinberrar stjórnsýslu hér á landi.

Heimsókn starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands

Síðastliðinn mánudag kom 6 manna hópur starfsmanna ríkissaksóknara Eistlands, þ.m.t. ríkissaksóknarinn Andres Parmas, í þriggja daga námsferð til Íslands til að fræðast um ýmis málefni opinberrar stjórnsýslu hér á landi. Má þar nefna skipulag og verkefni ríkissaksóknara og annarra réttarvörsluaðila, gagnavörslu, menntun og þjálfun starfsmanna og fjármögnun stofnana.

Námsferðin var farin í kjölfar þess að embætti ríkissaksóknara Eistlands hafði hlotið styrk vegna verkefnisins frá „The Nordic-Baltic Mobility Programme for Public Administration“.

Námsferðin hófst með sameiginlegum fundi ríkissaksóknara og héraðssaksóknara með starfsmönnum ríkissaksóknara Eistlands. Hópurinn heimsótti einnig dómstólasýsluna, dómsmálaráðuneytið, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Barnahús.

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229