Fara beint í efnið
Ríkissaksóknari Forsíða
Ríkissaksóknari Forsíða

Ríkissaksóknari

Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna 2024

25. júní 2024

Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna var að þessu sinni haldinn í Visby á Gotlandi dagana 10.-12. júní.

06-2024 Ríkissaksóknarar

Á fundinum var m.a. fjallað um önnur úrræði en fangelsisrefsingu þegar um ítrekaðan akstur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna er að ræða, skipulagða brotastarfsemi og málsmeðferð hjá ákæruvaldinu í því sambandi, aukna áherslu á öryggismál innan réttarvörslukerfisins vegna hættu á að aðilar sem tengjast brotamönnum/skipulögðum brotasamtökum komi þar til starfa og þróun á tímalengd gæsluvaðhalds.

Á myndinni eru ríkissaksóknarar Norðurlandanna. Talið frá vinstri til hægri: Jan Reckendorff ríkissaksóknari Danmerkur, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Íslands, Katarina Johansson Welin ríkissaksóknari Svíþjóðar, Ari-Pekka Koivisto ríkissaksóknari Finnlands og Jørn Sigurd Maurud ríkissaksóknari Noregs.

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229