Fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna 2022
26. ágúst 2022
Dagana 22.-23. ágúst var árlegur fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna haldinn í Reykjavík.
Dagana 22.-23. ágúst var árlegur fundur ríkissaksóknara Norðurlandanna haldinn í Reykjavík.
Þessir fundir eru afar gagnlegir en þar er farið yfir helstu lagabreytingar og þau álitaefni sem efst eru á baugi hverju sinni á Norðurlöndunum og varða refsirétt og meðferð sakamála.
Á fundinum í ár var m.a. fjallað um sjálfstæði ákæruvaldsins og stöðu brotaþola við meðferð sakamála.
Frá vinstri: Raija Toiviainen ríkissaksóknari Finnlands, Jan Reckendorff ríkissaksóknari Danmerkur, Jørn Sigurd Maurud ríkissaksóknari Noregs, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Íslands, Petra Lundh ríkissaksóknari Svíþjóðar.