Fara beint í efnið
Ríkissaksóknari Forsíða
Ríkissaksóknari Forsíða

Ríkissaksóknari

Fjöldi manns handtekinn í umfangsmikilli alþjóðlegri aðgerð

18. september 2024

Í morgun var birt fréttatilkynning á vefsíðu Eurojust vegna umfangsmikillar alþjóðlegrar aðgerðar sem íslensk yfirvöld áttu þátt í.

Skjaldarmerki

Í alþjóðlegri aðgerð tóku yfirvöld víðsvegar um heiminn niður dulkóðaðan samskiptavettvang sem notaður var í tengslum við afbrot af ýmsu tagi s.s. fíkniefnasmygl, manndráp, spillingu og peningaþvætti. Þessi umfangsmikla aðgerð, sem var studd af Eurojust og Europol, leiddi m.a. til handtöku á rúmlega 50 manns og haldlagningar á miklum fjármunum. Íslensk yfirvöld áttu þátt í aðgerðunum þar sem netþjónn sem tengdist samskiptavettvanginum var hýstur á Íslandi.

Á vef Eurojust er að finna fréttatilkynningu um aðgerðina, unnt að að nálgast hana með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Fréttatilkynning Eurojust

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229