Dómur Hæstaréttar í máli nr. 31/2023
6. febrúar 2024
Þann 31. janúar 2024 kvað Hæstiréttur upp dóm í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli.
Í málinu var ákærði sakfelldur fyrir margvísleg kynferðisbrot og sérrefsilagabrot gegn fimm stúlkum þegar þær voru á aldrinum 13 - 15 ára og gert að sæta fangelsi í 7 ár.
Í þeim þætti málsins sem var til endurskoðunar fyrir Hæstarétti snérist álitaefnið um það hvort sú háttsemi að hafa fengið brotaþola A til að stinga fingri í endaþarm, taka myndband af því og senda sér, með því að hafa fengið brotaþola A og C til að hafa kynferðismök sín á milli með gervilim, taka myndband af því og senda sér og fyrir að hafa fengið brotaþola D til að fróa sjálfri sér með kynlífshjálpartæki sem hann gaf henni, taka upp myndband af því og senda sér teldist vera kynferðismök í skilningi almennra hegningarlaga. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að orðalag 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga veitti ekki það svigrúm til túlkunar að fella mætti háttsemi ákærða undir hugtakið önnur kynferðismök í 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Voru brot B felld undir 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga.
Hlekk á málið er að finna hér