Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Vísindavaka 2025

27. september 2025

12:00 til 17:00

Engjavegur 8, Laugardalshöll,

104

Ungir gestir á Vísindavöku aðstoða Sprengju-Kötu

Vísindavaka 2025 verður haldin laugardaginn 27. september næstkomandi í Laugardalshöllinni.

Vísindavaka er sannkölluð uppskeruhátíð, vísindanna á Íslandi, þar sem gestir kynna sér vísindin á lifandi hátt og eiga í beinu samtali við rannsakendur og vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum í íslensku vísindasamfélagi.

Vísindin eru fjölbreytt og tengjast inn í alla anga samfélagsins með beinum eða óbeinum hætti. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Miðpunktur Vísindavökunnar er sýningarsvæðið þar sem hægt er að kynnast rannsóknastarfi á öllum fræðasviðum á fjölmörgum sýningarbásum.

Á Vísindavöku er hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi og einnig verða fjölmörg tækifæri til að prófa sjálf hvernig vísindi og nýsköpun virka.

Nánari dagskrá Vísindavöku og listi yfir sýnendur mun birtast hér fyrir neðan þegar nær dregur

Heimasíða Vísindavöku

Svona var Vísindavaka 2023