Vefstofan „Inspiration Room“ með Marju Sokman
25. september 2025
12:00 til 13:00
Á netinu

Fyrir hverja:
Vefstofan er opin öllum, en er sérstaklega ætluð þeim sem eru með Erasmus+ verkefni í gangi. Ef þú vilt fá innblástur og nytsamleg ráð um hvernig hægt er að koma skilaboðum á framfæri á samfélagsmiðlum og í fréttatilkynningum, þá hvetjum við þig til að skrá þig á þetta gagnlega námskeið.
Á námskeiðinu fá þátttakendur:
Nýjar hugmyndir og innblástur til að auka sýnileika verkefna sinna
Hagnýt verkfæri til að efla miðlun og samskipti
Praktísk sniðmát sem auðvelda kynningarstarf
Hagnýtar upplýsingar:
Dagsetning og tími: 25. september kl. 12:00 - 13:00.
Tungumál: Enska
Hvar: Vefnámskeið. Hlekkur verður sendur á þátttakendur.
Kostnaður: Ókeypis
Um Marju Sokman:Marju Sokman er fyrirlesari frá Eistlandi, sem hefur miðlað innblæstri og þekkingu víða um Evrópu. Marju er sérfræðingur í markaðsmálum og býr yfir víðtækri reynslu bæði úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Hún hefur sérstakan áhuga á gervigreind og hvernig hægt er að nýta hana í miðlun upplýsinga. Marju þekkir vel hversu fjölbreytt, Erasmus+ áætlunin er og mun aðlaga efnið að aðstæðum þátttakenda.
Skráning á vefstofuna
Vefstofan er samstarfsverkefni landskrifstofa Erasmus+ á Norðurlöndunum.
Nánari upplýsingar veitir Eva Einarsdóttir, kynningarfulltrúi hjá Rannís.