Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Tækifæri í netöryggi – netöryggisstyrkir Eyvarar og Digital Europe

17. nóvember 2025

09:00 til 10:15

Borgartún 19, Arion Banki, Þingvellir,

105

Rannís, Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi (EDIH-IS) og Eyvör – hæfnisetur í netöryggi (NCC-IS) standa fyrir opnum morgunfundi mánudaginn 17. nóvember.

Fundurinn er fyrir öll sem vilja kynna sér fjármögnun og tækifæri á sviði netöryggis og stafrænnar nýsköpunar.

Á fundinum verður m.a. farið yfir netöryggisstyrki Eyvarar og Evrópustyrki á vegum Digital Europe sem tengjast netöryggi. Einnig munu styrkþegar frá Lagaviti og Defend Iceland deila reynslu sinni og sérfræðingar Rannís veita innsýn í ofangreinda styrki ásamt fyrirlestrum frá verkefnisstjóra Eyvarar og öryggisstjóra Arion banka.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum þátttakendum, bæði fyrirtækjum og stofnunum en þátttakendur eruð beðnir um að ská sig:

Skráning á viðburð

Staðsetning: Arion Banki, Borgartúni 19, salur: Þingvellir

Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og hefst dagskráin formlega kl. 9:00 og lýkur fundi 10:15.

Dagskrá:

  • Opnun: Almennt um Eyvöru, – Hrannar Ásgrímsson, verkefnisstjóri Eyvarar

  • Erindi frá Hákoni, öryggisstjóra Arion Banka og meðlim í fagráði Eyvarar

  • Reynslusaga frá Lagavita – Jóhannes Eiríksson

  • Kynning á netöryggisstyrk – Eyjólfur Eyfells hjá Rannís

  • Evrópustyrkir Defend Iceland – Hörn Valdimarsdóttir

  • Evrópustyrkir – Sigþrúður Guðnadóttir hjá Rannís

  • Umræður, spurningar og svör