Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Kynningarfundur á styrkja- og stuðningsumhverfinu

28. janúar 2026

09:00 til 10:30

Hús atvinnulífins, Borgartúni 35, 1. hæð,

Reykjavík

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 28. janúar kl. 9:00-10:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, á 1. hæð.

Sérfræðingar frá Rannís munu kynna opinberan stuðning til nýsköpunarverkefna í Tækniþróunarsjóði auk tækifæra á erlendum mörkuðum.

Dagskrá

Fundarstjóri: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins

  • Styrkir Tækniþróunarsjóðs – Arnþór Ævarsson, Rannís

  • Skattahvatar rannsókna- og þróunarverkefna– Sigurður Óli Sigurðsson, Rannís

  • Styrkir Eurostars og þjónusta EEN – Mjöll Waldorf, Rannís

  • Reynslusaga styrkþega – Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandiHefring Marine og aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins

Boðið verður upp á morgunkaffi og að loknum erindum gefst góður tími fyrir spurningar, samtal og tengslamyndun.

Við hlökkum til að sjá ykkur, en þátttakendur eru beðnir að skrá sig:

Skráning á viðburð

Fundurinn verður einnig í beinu streymi.