Kynningarfundur á netinu um Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla
24. nóvember 2025
14:00 til 15:00
Veffundur
Bæta við í dagatal

Á fundinum verður kynnt hvernig stofnanir, samtök og félög sem starfa að formlegri og óformlegri fræðslu fullorðinna geta sótt um styrki til samstarfsverkefna og náms- og þjálfunarferða innan Nordplus.
Farið verður yfir styrkflokka, umsóknarferli og dæmi um verkefni sem hafa hlotið styrk.
Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig fyrirfram.
Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefnastyrki í Nordplus menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar er 2. febrúar 2026.
Nánari upplýsingar: nordplus@rannis.is