Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

eTwinning fyrir grunnskóla

18. febrúar 2026

15:00 til 16:00

Vefstofa

Á þessari vefstofu verðu kynning á því hvernig grunnskólakennarar geta unnið skapandi og fjölbreytt verkefni með skólum í öðrum Evrópulöndum. Nemendur fá tækifæri til að efla tungumál, menningarvitund, samstarfshæfni og stafræna færni. Leiðbeint verður um skráningu, leit að samstarfsaðilum og upphaf verkefna.

Leiðbeinandi: Már Ingólfur Másson

Nánari upplýsingar og skráning: https://nymennt.hi.is/is/etwinning-fyrir-grunnskola

eTwinning á Íslandi heldur nýja vefstofuröð í samstarfi við Nýmennt við Háskóla Íslands. Vefstofurnar eru sérstaklega ætlaðar kennurum á öllum skólastigum sem vilja kynnast því hvernig eTwinning getur auðgað kennslu, stutt skapandi verkefnavinnu og opnað dyr að alþjóðlegu samstarfi í gegnum öruggt stafrænt umhverfi.

Hver vefstofa er leidd af reyndum eTwinning-sendiherra sem kynnir hvernig finna má samstarfsaðila í Evrópu og hvernig hefja má verkefni sem tengja saman nám, leik, tungumál og menningu.

Fyrir vefstofuna sendum við út upplýsingar um hvernig á að skrá sig í eTwinning.

Vefstofurnar eru ókeypis, aðgengilegar öllum kennurum og henta bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í eTwinning og þeim sem vilja fá innblástur og þróa nýjar hugmyndir.