Aðventukaffi Erasmus+ í Bókasafni Kópavogs
4. desember 2025
15:00
Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a

Hvert langar þig að fara? Ertu með hugmynd að verkefni? Í þessu aðventukaffi verða kynnt helstu atriði og tækifæri í Erasmus+ og European Solidarity Corps og síðan gefst tækifæri á að eiga óformlegt spjall yfir léttum kaffiveitingum.
Öll velkomin fimmtudaginn 4. desember kl.15:00.
Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi býður öllum þeim sem starfa að mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og hafa áhuga á evrópskum styrkjum að kíkja til okkar í aðventukaffi.
Boðið verður upp á kynningu á helstu atriðum Erasmus+ og óformlegt spjall í kjölfarið en nýlega var auglýst eftir umsóknum og nýir umsóknarfrestir á árinu 2026 auglýstir.
Þetta er upplagt tækifæri til að kveðja árið sem senn er á enda en um leið leggja drög að spennandi áformum á nýju ári.
Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum en þátttakendur beðnir um að skrá sig til að áætla veitingar.