Loftslags- og umhverfisstefna Rannís
Rannís stefnir að því að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni og kolefnisjafna þá losun sem ekki verður komist hjá.
Stefnt er að því að Rannís verði kolefnishlutlaust í árslok 2024. Stefnan nær til allrar starfsemi Rannís.
Markmið Rannís er að draga úr losun sinni á CO2 miðað við 2019 um 50% til ársins 2030. Til þess að því markmiði verði náð fylgir aðgerðaáætlun brotin niður á einstaka þætti í starfseminni.
Loftslagsstefna þessi gildir til ársins 2030 en hún verður endurskoðuð 2024 og 2027.
Rannís vinnur að innleiðingu Grænna skrefa og hefur þegar lokið fyrsta skrefi, auk þess sem gögnum er tengjast grænu bókhaldi er skilað í gagnagátt Umhverfis- og orkustofnunar.
