Úthlutun úr Sviðslistasjóði 2026
23. janúar 2026
Umsóknarfrestur í Sviðslistasjóð rann út 1. október 2025. Sjóðnum bárust 125 umsóknir og sótt var um ríflega 1,9 milljarð króna í Sviðslistasjóð og launasjóð sviðslistafólks (1755 mánuðir í launasjóðinn).

Sviðslistaráð veitir 105 milljónum króna til 13 atvinnusviðslistahópa og fylgja þeim 113 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks (ígildi 65,5 milljóna), 104 mánuðum var úthlutað til einstaklinga í úthlutun listamannalauna. Heildarstuðningur til sviðslistahópa og sviðslistafólks er því rúmlega 170 milljónir. Fjölda framúrskarandi verkefna sem áttu fullt erindi til að hljóta styrki Sviðslistasjóðs var hafnað. Eingöngu verkefni sem fengu yfir 9 (af 10) í gæðamati fá úthlutun. Ef horft er til fjölda styrktra verkefna er árangurshlutfallið 10,4% og 8,9% sé horft til umsóttrar og úthlutaðrar upphæðar.
Áhersla var lögð á að veittir styrkir væru sem næst umsóttri upphæð en í öllum tilvikum er um einhverja skerðingu að ræða.
Eftirtalin verkefni hlutu stuðning úr Sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks:
Aude Maina Anne Busson, 18.940.000 kr.
7.920.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 19 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Aude Busson, Sigríður Sunna Reynisdóttir, Björn Kristjánsson og Embla Vigfúsdóttir
Forsvarsmaður: Aude Maina Anne Busson
Tegund verkefnis: Barnaleikhús
Heiti verkefnis: LEIK húsið
Lýsing:
Verkið verður innsetning og þátttöku sviðslistaverk þar sem við skoðum tengingar á milli leiks barna og leikhússins sem byggingar og listforms. Í verkinu er leikhúsinu umbreytt í stóran leikvöll sem vekur upp hugleiðingar um sviðslistir, eðli og tilgang þeirra.Sláturhúsið Menningarmiðstöð (Múlaþing), 16.700.000 kr.
3.940.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 22 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Undur og stórmerki
Forsvarsmaður: Ragnhildur Ásvaldsdóttir
Tegund verkefnis: Barnaleikhús
Heiti verkefnis: Vinir Egils
Lýsing:
VINIR EGILS SKALLA (vinnuheiti) er fjölskyldusöngleikur og fantasía, sem sækir efni að hluta í Egils sögu Skallagrímssonar, en fjallar þó aðallega um tvenna tíma sem mætast og rekast á, nútíma okkar og landnámsöldina. Leikritið er spennusaga um tvo krakka sem óvart setja Egils sögu Skallagrímssonar á hvolf og snarbreyta sögunni, en það hefur einnig áhrif á veruleika þeirra í nútímanum. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.LAB LOKI, félagasamtök, 16.500.000 kr.
3.740.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 22 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Lab Loki
Forsvarsmaður: Rúnar Guðbrandsson
Tegund verkefnis: Leiklist
Heiti verkefnis: Árstíð í helvíti. (vinnuheiti)
Lýsing:
Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud er útgangspunktur og vegvísir Lab Loka í krufningu á trylltum samtíma. Undir smásjánni verða vald og undirgefni, mörk og markleysi, ofbeldi og óreiða, vanmáttur og uppreisn, átök kynslóða, skautun, hinseginleiki, fíkn og pólitísk róttækni. Stefnt er að ögrandi og kraftmiklum listviðburði sem nýtir sér tónlist, óhefta líkamstjáningu í bland við agaða hreyfilist og dans, textaflutning, rokk og ról. Því eins og Rimbaud leitum við að guði sem kann að dansa.Áhugamannafélagið Kviss búmm bang, 16.300.000 kr.
Styrkur úr Sviðslistasjóði.
Sviðslistahópur: Kviss búmm bang
Forsvarsmaður: Eva Rún Snorradóttir
Tegund verkefnis: Leiklist
Heiti verkefnis: Gagnkynhneigð – landsátak
Lýsing:
Verkið er sviðsverk í formi landsátaks. Kviss búmm bang bjóða upp á fræðslu um uppruna, sögu og stöðu gagnkynhneigðar sem er brotin upp með skemmtiatriðum og lifandi uppákomum frá fólki úr samfélagi gagnkynhneigðra. Markmið átaksins er að kalla gagnkynhneigða til ábyrgðar og meðvitundar um stöðu sína á litrófi regnbogans á skemmtilegan og kærleiksríkan hátt.Panic Production, félag, 15.900.000 kr.
Styrkur úr Sviðslistasjóði.
Sviðslistahópur: Panic Productions
Forsvarsmaður: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Tegund verkefnis: Listdans
Heiti verkefnis: Heyrðu mig
Lýsing:
Heyrðu mig opnar dyr að heimi þar sem dans og táknmál fléttast saman við sjónrænar upplifanir og hljóðheim sem endurspeglar líkamlega skynjun. Verkið er innblásið af lífi dansarans Diljár Sveinsdóttur, sem fæddist heyrnarlaus en hefur á sinn einstaka hátt skapað sér leið sem atvinnudansari og listakona. Í verkinu er sagt frá ferðalagi hennar – frá bernsku til dagsins í dag – þar sem baráttan, þrautseigjan, líf og list flæða inn í hreyfingu, rytma og líkama.Íris Björk Gunnarsdóttir, 14.700.000 kr.
Styrkur úr Sviðslistasjóði.
Sviðslistahópur: HinÓperan
Forsvarsmaður: Íris Björk Gunnarsdóttir
Tegund verkefnis: Ópera
Heiti verkefnis: 27
Lýsing:
Sviðslistahópurinn HinÓperan setur upp óperuna 27 eftir Ricky Ian Gordon og Royce Vavrek. Óperan fjallar um framúrstefnulega rithöfundinn Gertrude Stein, konu hennar Alice B. Toklas, og líf þeirra í París á fyrri hluta 20. aldar. Í 27 er hinseginleikanum gefið rými í gleði og kærleika. Samband Gertrude og Alice blómstrar og sjá má skýrt ástina og virðinguna sem ríkir á milli þeirra. Til þess að uppræta fordóma þarf að segja sögur alls konar fólks því sýnileiki er lykillinn að samþykki.Sprengjuhöllin ehf, 14.600.000 kr.
6.480.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 14 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Alex og Ásrún
Forsvarsmaður: Ásrún Magnúsdóttir
Tegund verkefnis: Listdans
Heiti verkefnis: Albúm
Lýsing:
Nýjasta verk þeirra Alexanders Roberts og Ásrúnar Magnúsdóttur ber titilinn Albúm. Í Albúmi vinnur dúóið með teymi listafólks að því að sviðsetja íslenskar plötur — plötur sem hafa haft gífurleg áhrif á íslensku þjóðarsálina. Um er að ræða verk eftir tónlistarfólk sem mætti jafnvel kalla þjóðargersemar; plötur sem hafa smogið inn í hjörtu okkar, sem við getum sungið með og dansað við, sem við eigum minningar um og höfum spilað aftur og aftur. Plötur sem tengja saman kynslóðir.Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, 14.100.000 kr.
Styrkur úr Sviðslistasjóði.
Sviðslistahópur: Milkywhale
Forsvarsmaður: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Tegund verkefnis: Listdans
Heiti verkefnis: Fólk!
Lýsing: FÓLK! er nýtt sviðsverk eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur fyrir dansara og kór. Verkið byggir á rannsókn á formi og innihaldi íslenskra rímna og bragarhátta en færir þau úr sínu hefðbundna samhengi yfir í popptónleikaform og samtímadans. Heiti verksins vísar bæði til folk music, sem á ensku merkir þjóðlagatónlist, og íslenska orðsins fólk, sem einfaldlega merkir manneskjur. Þannig verður verkið bæði rannsókn á þjóðararfi og stúdía á mannfólki sem kemur saman til að syngja, fagna og dansa.Studio 888 ehf., 12.700.000 kr.
Styrkur úr Sviðslistasjóði.
Sviðslistahópur: Leikhópur Kolfinnu Nikulásdóttur
Forsvarsmaður: Kolfinna Nikulásdóttir
Tegund verkefnis: Leiklist
Heiti verkefnis: Nýja Ísland – make theatre great again
Lýsing:
Eftir hverju bíðum við? Eftir lausn? Bíðum við eftir röð og reglu? Bíðum við eftir hruni? Bíðum við friði? Eftir frelsi? Eða náttúru? Bíðum við eftir stríði? Eftir sársauka? Eða er beðið eftir tengingu? Beðið eftir streymi? Beðið eftir rauðum himni í æð? Beðið eftir særingum? Beðið eftir brundi? Beðið eftir botni? Beðið eftir að allt stoppi? Beðið eftir að allt byrji? Beðið eftir lifandi leikhúsi? Beðið eftir guði. Og hvernig er þessi bið?Dáið er allt án drauma, menningarfélag, 12.500.000 kr.
2.060.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 18 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Adolf Smári og Friðrik Margrétar – í samstarfi við Kammeróperuna
Forsvarsmaður: Adolf Smári Unnarsson
Tegund verkefnis: Ópera
Heiti verkefnis: Melankólía
Lýsing:
Melankólía er samstarf Kammeróperunnar, Adolfs Smára og Friðriks Margrétar-Guðmundssonar. Hér er á ferðinni nýtt óperuverkefni byggt á myndheimi norska málarans Edvard Munch.Svipir ehf, 8.000.000 kr.
3.360.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 8 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Atvinnuleikhópurinn Svipir
Forsvarsmaður: Þór Tulinius
Tegund verkefnis: Barnaleikhús
Heiti verkefnis: Vorálfur heimsækir leikskóla á Norðurlandi
Lýsing:
Á sama hátt og jólasveinar kíkja í heimsókn til barnanna á aðventu þá lítur Vorálfur við með vorinu. Hann er barnslegur þótt hann sé nokkur hundruð ára gamall, hann er blíður sem lóan og göldróttur sem sólin. Hann talar við blóm og tré og segir frá því þegar hann fann yfirgefið egg sem hann neyddist til að „liggja“ á. Það var erfitt að sitja kyrr í 30 daga og þá þurfti hugmyndaflug til að hafa ofan fyrir sér. Hann og vinur hans Þráinn draga börnin með sér í söng og ímyndunarleiki.Vigdís Gunnarsdóttir, 5.200.000 kr.
2.300.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 5 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Leikhópurinn Baksviðs
Forsvarsmaður: Vigdís Gunnarsdóttir
Tegund verkefnis: Leiklist
Heiti verkefnis: Heimsókn til Thalíu
Lýsing:
Á vormánuðum 2026 mun leikhópurinn Baksviðs bjóða nemendum í 4. og 5. bekk grunnskólanna á Vesturlandi á leiksýninguna Heimsókn til Thalíu. Verkið hverfist um heimsókn í leikhúsið til leiklistargyðjunnar Thalíu. Í heimsókninni fá áhorfendur að kynnast litskrúðugum einstaklingum sem vinna í leikhúsinu, kíkja á bak við tjöldin og verða þátttakendur í æsispennandi atburðarás sem teygir sig um ólíka kima leikhússins. Sýningin gefur nemendum innsýn inn í heim leikhússins á lifandi og skapandi hátt.Menningarfélagið Marmarabörn (MM), 4.400.000 kr.
1.500.000 kr. úr Sviðslistasjóði og 5 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks.
Sviðslistahópur: Marble Crowd
Forsvarsmaður: Kara Hergils Valdimarsdóttir
Tegund verkefnis: Rannsókn
Heiti verkefnis: Samkoman
Lýsing:
Marble Crowd vinnur að performans fyrir K6-sviðið í Kampnagel sem ber vinnuheitið Samkoman. Sýningin hefst á stóra sviðinu en flæðir svo út í önnur rými leikhússins og býður áhorfendum að kanna nánd í sameiginlegri upplifun með aðstoð örva.
Sjá nöfn listamanna í sviðslitahópum sem úthlutun úr launasjóði sviðslistafólks er tengd við í uppfærðri frétt um úthlutun listamannalauna 2026.
Hlutverk Sviðslistasjóðs er að efla íslenskar sviðslistir og standa straum af öðrum verkefnum sem falla undir hlutverk og starfsemi á sviði sviðslista með úthlutun fjár úr sjóðnum til atvinnuhópa. Sviðslistaráð starfar samkvæmt ákvæði 15. gr laga nr. 165/2019 um sviðslistir.
Sviðslistaráð skipa: Hafliði Arngrímsson formaður, án tilnefningar, Pétur Ármannsson, tilnefndur af SAFAS og Þóra Einarsdóttir, tilnefnd af SAFAS
*Birt með fyrirvara um villur