Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Úthlutun til samstarfsverkefna Jules Verne 2026-2027

20. janúar 2026

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Jules Verne sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið stýrir samstarfinu fyrir hönd Íslands en Rannís sér um framkvæmd verkefnisins. Veittir eru styrkir til ferða- og dvalarkostnaðar fyrir vísindamenn til gagnkvæmra heimsókna.

Á sameiginlegum fundi fulltrúa landanna var samþykkt úthlutun styrkja til verkefna. Alls bárust 13 umsóknir og ákveðið var að styrkja fimm þeirra.

Heildarúthlutunin var 4 milljónir kr. og hlaut hver styrkþegi 800 þúsund kr. sem ætlað er til greiða ferða- og dvalarkostnað vísindamanna vegna gagnkvæmra heimsókna á tímabilinu 2026 og 2027.

Styrkþegar

Stofnanir

Titill

Guðfinna Aðalgeirsdóttir

Háskóli Íslands

Impact de la fonte glaciaire sur la dynamique des aquifères: modélisation glacio-hydrogéologique couplée

Sophie Violette

Ecole Normale Supérieure - Paris Sciences et Lettres

Sæmundur Ari Halldórsson

Raunvísindastofnun

The processes and time scales of mafic intrusion and explosive eruption

Fidel Costa

UMR-Institut de physique du globe de Paris

Isabel C Barrio

Landbúnaðarháskóli Íslands

HerbiNet: Linking herbivore resource use and nutrient dynamics in changing Alpine and sub-arctic rangelands

Mathilde Defourneaux

Laboratoire d'Ecologie Alpine (LECA)

Breki Pálsson

Raunvísindastofnun

Random processes on random graphs.

Eleanor Archer

The Centre de Recherche en Mathématiques de la Décision, CEREMADE

Sabrina Hansmann-Roth

Háskóli Íslands

The influence of statistical learning on visual foraging

Jerome Tagu

Université de Bordeaux

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.